maanantaina, kesäkuuta 22, 2009

Suomeksi

Okei, ja nyt blogi suomeksi. Kesäni Suomessa on tosi hauska mutta joskus en tiedä missä kesän ilma on? Kesäyliopisto menee hyvin. Menein historia kurssille ja tein paljon suomen kielen harjoitukset. Opiskelen monta uutta sanat mutta tarvitsen lisää puhuharjoitusta.
Menein Tamperelle yksi päivällä, oli vain kuusi astetta ja se satei vettä, paljon, paljon koko päivän. Vielä Tampere on paras!
Mitä sitten tapatui... V.Auer keika, Satakuntan juttua keskussa, 'Want to be a rockstar' kilpailu ja lisää ja lisää. Viime viikolla matkain Etelä-Karjalle ja vierailen Lappeenrannalle. Siellä matkustam laivalle Saimaan kanavalla og nautin vapaa aika satamalla. Vierailenkin linnoitus Tavettissa, Luumäella.
Tämä viikkolla takaisin kouluun!
Ymmärättekö tekstia?

perjantaina, kesäkuuta 19, 2009

Etelä-Karjala

Blogg, blogg, blogg !!
Sumarið verður straz búi' er tíminn heldur áfram að hlaupa svona hratt en allavega í gær kom ég tilbaka frá ferðalaggi frá borginni Lappeenranta í Suður-Kaleríu sem er hérað við landamærin að Rússlandi. Fór líka í annann bæ, Tavetti til að skoða gamalt virki. Hendi inn myndum inn á facebook. Já ég fann einn kost við að ferðast einn, það er enginn mynd af mér...
Jónsmessan er stærsta ferðahelgin hérna og á leiðinni tilbaka í gær hafði ég það á tilfinningunni að ég væri hugsanlega að fara í vitlausa átt ;) Borgin er galtóm! Fór að versla í stórmarkaði hjá umferðarmiðstöðinni þegar ég kom tilbaka og þó hann sé alstór var gjörsamlega pakkað þar inni, (sérstaklega nálægt bjórnum, heh). Alveg pottþétt 100-200 manns í búðinni, the place to see the diversity of culture. En já það er eiginlega ekkert opið hérna fyrir en á mánudaginn.
Hmm, hvað annað get ég skrásett. Jaa ég fór á útitónleika (Uniklubi að spila og allt), lét plata mig á Disneysafn, sen endaði á að vera áhugavert, var mest um áhrifavalda Walts sjálfs og hvernig klassísku myndinar voru hugsaðar og unnar. Svo fór ég einn dag til Tampere (óje the greatest...), ætlaði að tékka 1-2 atburðum á Sävel tónlistarhátíðinni (held að einhverjir hugsanlegir lesendur hafi sungið á þeirri hátíð). En það rigni eins og heimurinn væri að farast svo það var lítið um útitónleikahald. En ég gerðist ofurtúristi í staðinn, kannski koma myndir á facebook til að staðfesta það.
Hvað annað, já fór á úrslit á barsöngvakeppni með nokkrum vinum, fórum á undanúrslit um páskana og eftir það vorum við ákveðin í að mæta á úrslitin! Okkar maður varð bara í 3. sæti :(
Annarrs hef ég eytt tímanum ofan í skólabókm eða í skólanum, jejj...
Af Finnlandi að frétta er kannski helst að lestarfyrirtækið átti hrikalega viku, allar ferðir lágu niðri á mánudag vegna verkfalls og síðan var lestarslys á miðvikudag (bara flutningalest sem betur fer) en ekki gott svona rétt fyrir stóru ferðahelgina. Svo voru evrópukosningarnar sem voru kallaðar "þögulu kosningarnar" því fólk sýndi þeim takmarkaðan áhuga. Hérna eru samt myndir af kosningaplakötum og ein sem ég fékk lánaða því mér fannst svipurinn af forustumönnum hægri- og miðjuflokksins svo fyndinn.
Næst tekur við svaka slurkur í náminu og vonandi nokkur ferðalög. Svo fékk ég vinnu í eina viku í júlí, sumarbúðir eins og síðustu sumur. Hlakka til, það er alltaf stuð með því liði.

Sannir finnar, öfgaflokkur sem er á móti öllum minnihlutahópum og myndin sýnir þeirra skoðun á ESB. Virðast aðallega vera miðaldra og biturt fólk.

Kristilegu demókratarnir fengu sama plakatahönnuð og Sin City, heh.

Kommúnistaflokkurinn! Leifar kaldastríðsins bjóða sig fram til Evrópuþingsins.. hmm.

"Frelsum ungfrú Finnland" (Áður en Sovétríkin aflimuðu af henni fót og hönd sögðu finnar að landið þeirra liti út eins og kona) En jámm fleirri þjóðernissinar.

F.v. Jutta Urpilainen formaður sósíaldemókrata, Matti Vanhanen forsætisráðherra og formaður miðju flokksins og Jyrki Kataisen, eitthvaðmálaráðherra og formaður hægriflokksins. Tekið af hs.fi (ómetanlegur svipur)

keskiviikkona, toukokuuta 27, 2009

Uusi blogi, nýtt blog, shock to the world!

Ekkert blog í meira en ár, suss suss. Nei en í sumar ætla ég allavega að endurvekja þessa síðu. Svona ef einhverjum langar að fylgjast með mér þá ætla ég að pósta í texta og myndum um sumarfríið mitt. Just stay tuned...
Maí er reyndar búinn að vera eintómt partý. Vinnan var crazy busy en það var worth it enda veðrið búið að vera geðveikt gott á Flúðum síðustu tvær vikunar.
Ég komst einnig alveg tvær helgar í bæinn og náði smá djammi enda kominn tími til, ha! Skellti inn nokkrum myndum líka. Bless bless... flug eftir fimm tíma!

Minä en kirjoita blogia yli kaksitoista kuukauta, mutta tämä kesä yritan alka taas. Jos joku haluat nähdää mitä teen kesälomalla minä laitan tekstia ja kuvia tänne. Antekksi minun huono suomeasta. Ehkä kesä ja kaksi tai kolme kieli kurssia jälkeen se on parempi, ehkä.
Toukukuussa paljon hyvää juttua tahapatui! Tarvitsein tehdä paljon työta mutta se oli vain hauska! Sää Flúðirissä vime kaksi vikkoa oli ihana, mutta tietysti se on parempi Suomessa, ensi viikkoloppua on tarkea minulle, yli 20 astetta ;)
Toukukuussa menein kaksi kerta Reykjavikiin (en voi mennä usein sihin tämä talvilla) ja menein bileetiin ja ´down town´. Tosi hyvää nähdä kaikki ystävät. Tietysti se oli iso juhla Reykjavikin keskustassa Islannin toinen paikka Eurovisulla jälkeen, kaikki menevat bariin!
Laitan myös kuvia tänne! Suomi nyt tulen :)

My and few youngster welcomed a group of teenagers from Norway
I climed the mountain besite Flúðir with my aunt. Here one can see the lake on top of it.

On the way I took picture of Flúðir

From horse show in Kópavogur, I went to see my brother compete.

maanantaina, huhtikuuta 28, 2008

Vappu, vappu, vappu !

Vappu á fimmtudag. Svo lang stærsta djammkvöld ársins á þessum slóðum á miðvikudagkvöldið.. coming sooooon!!!
Allt í startholunum, maður getur snert stemminguna í samfélaginu. Ójá það vappu alright!
Bjórinn í kæli og Opalinn á sínum stað og búið að redda partý. Meira segja matarboð þar á undan.

Það er merkilegt hvernig vorið hérna kemur snöggt, einn daginn er hitastigið um eða undir frostmarki, nokkrum dögum síðar er það stokkið í 15 stigin. En merkilegra er að sjá hvernig allt lifnar við, borgin allt í einu iðar af fólki og lífi. Hvar í ósköpunum heldur fólk sig á vetunar?
En nú er gaman, sumarfrí eftir mánuð og meira að segja búið að opna skemmtigarðinn.

1. júní flytt ég líka út úr íbúðinni minni, set búslóðina í geymslu í bili. Er hvort sem er allt sumarið í burtu. Finn síðan eitthvað betra í rólegheitunum í haust. Fyrir utan að spara pening ákvað ég að flytja út a.s.a.p. þegar ég uppgötvaði að það býr mús eða mýs með mér hérna. Yäk, yäk. Hún hefur verið skírð músin Hoas.

Kannski nefnt það áður að ég fékk sumarvinnu við sumarbúðir. En uff ekkert smá stressaður fyrir það. Allt á finnsku. Á til dæmis að kenna leikræna tjáningu og stjórna einhverju og tala þar bara finnsku. Get það alveg en hef aldrei þurft að tala fyrir framan stóran hóp af fólki. En það verður allavega góð æfing!

Eftir það kem ég svo heim til Íslands, ójejj :) Lengsta stop síðan ég flutti út, kem 16. júlí og fer 9. ágúst. Verð líklega meira á Flúðum í byrjun og síðan í bænum. En sjáum til, langar að sjá alla sem fyrst. Farinn að sakna ykkar!

Allir eru farnir að vera svo duglegir við að blogga svo ég get ekki verið minni og varð að svara eftirspurn. En þetta er allt sem ég get boðið, hef einbeitt mér að skólanum sem mest svo það er fátt áhugavert að frétta. Dugleg að kommenta.
Hjalti out og mun djamma feitt í kvöld. Vappu vappu . . .

tiistaina, helmikuuta 12, 2008

Hjalti ja ylä-asti tyttöt

Í gær var ég í hægðum mínum á leið í finnskutíma í aðalbyggingu Helsinki háskólans þegar ég rakst á flokk af unglingsstúlkum á gagnfræðiskóla aldri. Fyrst var ég var við flissið og gelgjuna þegar við stóðum og biðum eftir að lestin staðnæmdist á aðallestarstöðinni. Lestardyrnar opnuðust og þær skutust og hoppuðu út með viðeigandi skrítli. Hélt ég að þar væri sagan öll en á því augnabliki tek ég eftir að þær eru að labba meðfram mér, allavega tvær hvorru megin við mig og ein þeirra spyr "oletko sokea?" (hinn gáfulega spurning, ertu blindur). Og þar sem því fylgdi fliss og að minnsta kosti stafurinn ætti að gera það nokkuð augljóst ákvað ég að svara engu en sendi henni eitt af mínum augnaráðum. Síðan héldu þær sína leið, nú eða svo hélt ég. En nei þær áttu eftir að fylgja mér í gegnum alla stöðina, í gegnum metrotorgið og spölkorn í viðbót. labbandi og hlaupandi á víxl allt í kringum mig. Og flissið magnaðist enn er þær tóku ein af annarri að laumast upp að mér og ýta á bakpokann minn, allavega einum sex sinnum. Síðan skildu leiðir loks fyrir utan McDonalds.
Kannski hef ég lent í of mörgu og verri uppáþrengjandi aðstæðum eða kannski var ég bara í góðu skapi. En ég gerði ekki annað en að brosa af kjánaskapnum í þeim og senda fleiri augnaráð.
Kannski var það bara ágætt að vita að það er ekki bara á Íslandi sem fólk gerir sig að fíflli með svona dæmi.

Annarrs hélt ég fámennt en vel heppnað afmælisboð á laugardagskvöldið, ágæt stemming en varla hægt að kalla það party. Loksins gat ég þó haft þemapartý um litinn appelsínugulur ;) því er íbúðinn ansi appelsínugul þessa vikuna, það er bara cool.

Jebb það er það. Ef þið viljið forvitnast meir um mig og mitt dramalíf. you know where to find me!

tiistaina, tammikuuta 29, 2008

Elliær

Nei bara grín....

Þakka allar afmæliskeðjunar, manni hlýnar alltaf um hjartarætur að sjá að einhver man en að maður sé til ;)
En ég veit að ég missti af þeim sem send voru í síma, þar sem mér tókst en og aftur að týna síma!!!! Þetta nær ekki nokkurri átt!
Nýjasta númerið mitt (ef einhver hefur áhuga) er: +358 449 579 951

En annarrs eyddi ég afmælisdeginum og sunnudeginum á námskeiði, um frumkvöðlaverkefni í Youth in Action áætluninni... jebb kominn í gamla formið ;) Jaa svo allavega að lifna við. Tökum þessu nú kannski samt rólega í þetta skptið!

Síðan réð ég aðstoðarmanneskju um daginn, hana Junko. Hún er frá Nepal ! Fynnst voða kúl að heyra um land eins og Nepal frá local manneskju!
Vissuði að það eru engar lestir í Nepal... Kína smíðaði reyndar fyrir þau sporvagna, en rútufyrirtækinn notfærðu sér spilta stjórnmálamenn til að koma í veg fyrir uppsetningu þeirra.

Jebb og hey... Takk fyrir jólafríið btw, var ótrúlega ánægður að hitta alla sem ég hitti og sorg ríkir vegna þeirra sem á fór á mis við!
Njótið vetrarins, þið eruð allavega ekki að drukkna úr slappi eins og við!!

perjantaina, joulukuuta 21, 2007

Ísland í kvöld

Ég er þreyttur, get ekki meir svo það er eins gott að það er að koma frí!!
Ég fékk umsóknir frá fólki frá fjórum heimsálfum og 13 löndum vegna stöðunar sem aðstoðarmaður fyrir mig!

Flug til London í kvöld. Reykjavík á morgun! Verð í Reykjavík um kl. 16 ef einhver vill hitta á mig og taka móti pakkasúpu...
Verð með gamla íslenska númerið mit 865-8151. Þarf að fá nýtt SIM kort en vona að ég verði kominn með það um fjögur!

Sjáumst!!! :)

torstaina, joulukuuta 13, 2007

Biðin er á enda

Bara ef þið vissuð hve oft ég hef byrjað á færslu síðustu tvo mánuðina! En það eina jákvæða við veikindi síðustu daga virðist að nú fær loksins ein að líta dagsins ljós!
Það er samt nefnilega margt sem ég hefði vilja deila með ykkur! En dagarnir líða svo hratt og ótrúlega margt sem þarf að gera. Og aldrei þessu vant (!) þá hef ég verið að rembast við að vera duglegur við það!

Byrjun haustsins var strembin og frekkar leiðinlegur tími en vetrarfríið bjargaði sálarheilsu minni. Það var stúttfult að uppörfandi uppákomum!!
Sirkushelgi, trúðaklæðnaður, mannætu endur, Tallinn, Oulu, sunnudagspartý, taka vitlausa lest og margt, margt fleira.

Síðan fór skapið uppávið með hverri vikunni. Enda kláraði ég núna í haust grunnnáminu í píanóstillingunum sem venjulega tekur 3 annir en tók mig 5. Þurfti að byrja á að læra tungumálið sko! En þá tekur við hið real thing, allt á finnsku! Meiri stillingar, theoria, aðrar greinar og.... píanóviðgerðir!!! Mjög gaman og mjög erfitt.
Veit að það eru margir sem hafa mikið meira að gera og meira að glíma við! En eftir árs letitörn er þetta smá strembið!

Margt annað verið á dagskrá, nokkur partý, vinnustaðarhelgi og margt fleira... en það er gamalt glens núna.

Þessa dagana stend ég hinsvegar (enþá!!) í því að ýta á eftir hlutum í hinum opinbera kerfi í lýðveldinu Suomi. Ekki að það sé ekki margt sem hafi þegar komst á koppinn. Það er bara alltaf meira sem þarf að gera.
Það sem er mikilvægast að klára fyrir jól er að leita að aðstoðarmanni, en ég fékk úthlutað 15 tímum á viku sem Espoo borgar fyrir aðstoð fyrir mig. Við skólatengt stöff, heimilisdæmi, að versla, frístundaflandur og meira til...
.. meina lifi alveg af án þess... en það eru svo margir hlutir sem ég hef vanist við að gera alls ekki sem ég get núna!! T.d. fara út að labba þegar ÉG vill, lesa póstinn og get hætt að krúnka í vinum með að aðstoða mig við ýmislegt. Svo er finnsku námið í háskólanum ómögulegt án aðstoðar.
Ok, boring efnisgrein.

En allavega, kominn í jólaskapið, þreyttur eftir langar vikur, get ekki eftir beðið eftir að stíga á heimagrundu í fyrsta skiptið í 11 og hálfan mánuð!...

Loksins kom bloggið! hope you are happy...
Nýtt loforð um dugnað!

P.s. Vona að Bryndís hafi ekki dáið...

torstaina, lokakuuta 11, 2007

Á seinnustu stundu

Það er orðið ágættlega kalt hérna (ætti kannski að vara Sigrúnu við... gerir það núna...). Þeim sem þekkja mig hérna finnst miklar fréttir að ég klæðist meira en stuttermabol þrátt fyrir að það sé ekk einu sinni farið að frysta ;)

Á morgun er langþráð haustfrí, mér veitir ekki af því!!!

Annarrs tilkynnist hér með að ef Sigrún bloggar tvisvar eftir "Pælingar' færsluna vinnur hún þessa rómuðu og hörðu keppni!!

Mun samt ekki hætta að blogga ;)

tiistaina, lokakuuta 09, 2007

Kvöldblogg

Reynum nú að ná smá forskoti á hana!! ;) Þetta blog keppnisdæmi er samt ágættis dægrastytting og krydd í tilveruna á köldum haustdögum. Ekki það að ég hafi ekki nóg fyrir stafni en þetta er bara miklu skemmtilegra en allt sem ég á að vera að gera.

Ég fór í fyrsta finnskutíman á 2. önn í dag. Skildi ekki rassgat! Náði samt að læra það sem við vorm að gera, vandamálið er að ég hef ekki hugmynd um hvað við vorum að læra!!! Extra mikið útúr kú í dag en flestir tímarnir reyna samt ansi mikið á, en þeir eru líka skemmtilegir! Alltaf skemmtilegt þegar maður lærir nýja hluti í finnskri málfræði ;)

Allt þetta blogg og nú fer ég að verða tómur varðandi hugmyndir. Hvað viljiði að ég bloggi um, allar hugmyndir vel þegnar! Hvað sem er!!

maanantaina, lokakuuta 08, 2007

Let me introduce....

Leifið mér að kynna ykkur fyrir æfingarhljóðfærinu mínu, Yamaha píanói! Við höfum eytt saman 3-5 klst á dag síðan um miðjan ágúst! Okkur kemur ágættlega saman svona öllu jafna en reglulega myndast ágreiningur. Yfirleit er það vegna efstu og lægstu strengjana!

Ég hef nú þegar stillt það 4-5 sinnum frá grunni í vetur og sú tala á eftir að hækka. Einu sinni hélt ég framhjá því með þýsku píanói nokkrum stúdíum við hliðina.
Fyrst við eigum allavega eftir að eyða svo miklum tíma saman allavega fram til áramóta og jafnvel lengur var ég að spá hvort ég ætti að gefa því nafn... einhverjar hugmyndir??

Uff fjögur á einum degi og samt er þetta stál í stál!! Þetta er að verða skemmtilega geggjað ;9

Síðdegisblogg

Ég kláraði að stilla bassann! En lét þar við sittja í dag og þar sem íþróttatíminn féll niður var ég kominn heim um klukkan þrjú. Hvílíkur lúksus!
Ég var samt að leka niður úr þreyttu, eftir stuttan mánudag! Ekki gott sign, ætli mér veiti nokkuð af haustfríi í næstu viku!

En áður en þar af kemur þarf ég nú að reyna að stilla ástkæra píanóið mitt einu sinni í gegn svo því líði nú vel í fríinu. Einnig þarf ég að semja fyrirlestur fyrir píanósögutíma. Viðfangsefnið er félagsleg saga píanósins. Semsagt staða og hlutverk píanósins í samfélaginu allt frá því það var fundið upp og hvernig og hví sú staða hefur breyst í gegnum tíðina!
Mér til mikillar gleði fæ ég að flytja þetta á ensku þar sem kennarinn kennir líka starfsgreina ensku.
Hljómar þetta ekki spennadi ;) eru þið ekki fúll að missa af þessu?

Annarrs logaði í miðbænum í dag!! Tékkið á video
Reyndar mest óspennandi video ever.

Þriðja færslan í dag og ég er en eftirá!!! Well fjórir dagar til stefnu!

Cheap from this side - Séd 52 af 211

Fann tetta í bullet á Myspace! Ég á greinilega eftir ad sjá margar myndir! Gaman!
4 - 4 !!!!
Sá samt að ég vanmat gláp mitt um 3 myndir þegar ég setti þetta upp í plássminna form!

Hef séð:
- Grease - Pirates of the Caribbean - Neverending Story - AnchorMan: The Legend of Ron Burgundy - Labyrinth - 50 First Dates - Scary Movie 3 - American Pie - American Pie 2 - American Wedding - American Pie Band Camp - Harry Potter - Harry Potter 2 - Harry Potter 3 - Harry Potter 4 - Finding Nemo - The Grinch - Meet The Parents - Meet the Fockers - Dumb & Dumber - Dumb & Dumberer - Chicago - Hellboy - The Day After Tomorrow - Just Married - Gothica - Nightmare on Elm Street - Alien V.S Predator - Independence Day - My Boss' Daughter - Sideways - Calendar Girls - Mars Attacks - Forrest Gump - X-Men - X-Men 2 - Spider-Man - Spider-Man 2 - Freaky Friday - Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring - Lord of the Rings: The Two Towers - Lord of the Rings: The Return of the King - Hitch - Star Wars Episode III Revenge of The Sith - Swimming with Sharks - Air Force One - Sound of Music - The Silence of the Lambs - Rent - Pink Panther - Lion king
Samtals 52

Hef ekki séð:
- Rocky Horror Picture Show -
Boondock Saints - The Mexican - Fight Club - Starsky and Hutch - Blazing Saddles - Airplane - The Princess Bride - Napoleon Dynamite - Saw - Saw II - Saw III - White Noise - White Oleander - Anger Management - Scream - Scream 2 - Scream 3 - Scary Movie - Scary Movie 2 - American Pie The Naked Mile - Resident Evil - Resident Evil 2 - The Wedding Singer - Little Black Book - The Village - Lilo & Stitch - Lilo & Stitch 2: Stitch h/ a Glitch - Finding Neverland - Signs - Texas Chainsaw Massacre - White Chicks - Butterfly Effect - Thirteen Going on 30 - I, Robot - Dodgeball: A True Underdog Story - Universal Soldier - A Series Of Unfortunate Events - Along Came Polly - Deep Impact - KingPin - Never Been Kissed - Eight Crazy Nights - Joe Dirt - A Cinderella Story - The Terminal - The Lizzie McGuire Movie - Passport to Paris - Final Destination - Final Destination 2 - Final Destination 3 - Halloween - The Ring 1 - The Ring 2 - Harold & Kumar Go To White Castle - Practical Magic - From Hell - Secret Window - The 46 - Troy - Child's Play - Seed of Chucky - Bride of Chucky - Ten Things I Hate About You - Sixteen Candles - Remember the Titans - Coach Carter - Bad Boys - Bad Boys 2 - Joy Ride - Seven - Ocean's Eleven - Ocean's Twelve - Identity - Lone Star - Bedazzled - Predator I - Predator II - Cujo - A Bronx Tale - Darkness Falls - Christine - ET - Children of the Corn - Maid in Manhattan - Frailty - Best Bet - How to Lose a Guy in 10 Days - She's All That - Event Horizon - Ever After - Big Trouble in Little Chin - Sky High - Jeepers Creepers - Jeepers Creepers 2 - Catch Me If You Can - The Others - Reign of Fire - Cruel Intentions - Cruel Intentions 2 - The Hot Chick - Swimfan - Miracle - Old School - The Notebook - K-Pax - Walk to remember - Boogeyman - The Fifth Element - Star Wars Episode I The Phantom Menace - Star Wars Episode II Attack of The Clones - Star Wars Episode IV A New Hope - Star Wars Episode V The Empire Strikes Back - Star Wars Episode VI Return of The Jedi - Troop Beverly Hills - For Richer or Poorer - Transporter - Transporter 2 - People Under the Stairs - Blue Velvet - Parent Trap - The Birds - The Terminator - Terminator-2 - T-3 - Empire Records - SLC Punk - Meet Joe Black - Nightmare Before Christmas - Sleepy Hollow - I Heart Huckabees - 24 Hour Party People - Blood In Blood Out - Thirteen - Manic - American History X - Deep Blue Sea - George of the Jungle - Canadian Bacon - How High - The Jacket - My little pony - Road to perdition - Jesus Christ Superstar - Mulan - Mulan 2 - Lion King 2 - Lion King 3 Hakuna Matata - Legally blonde - Legally blonde 2
Samtals 159

Skólablogg

Ekki skemmtilegur morgun!! Búinn ad vera ad stilla "bassan", laegsta hlutan í píanóinu í naerri trjár klukkutíma!! Greinilega ad eyrun eru ekki kominn úr helgarfríi...
Ekki eins slaemt og haestu nóturnar sem ég var ad stilla á fimmtu- og föstudag tó! Taer voru íllilega falskar eftir ad ég "stillti" taer.
Reyni ad klára tessar 6-8 sem eftir voru fljótt svo ég geti byrjad upp á nýtt. Og svo aftur, og aftur og aftur.. í allan vetur. Vveeiii??

Var ad koma úr hádegismat í mötuneyti skólans, adallréttur dagsins 'kálbögglar'. Eda allavega tad sem finnar halda ad séu kálbögglar. Einhver tarf ad kenna teim ad elda tetta ádur en ég leggi í ad smakka tad aftur!

Annarrs var ég ad lesa mig til um Helsinki í Wikitravel svo ég yrdi mér ekki til skammar ef komandi gestir vilja túristaleidsögn og komst ad tví í leidinni ad mordtídni í Helsinki er sex sinnum haerri en í medaltali í Evrópskum borgum!! En sídan var madur reyndar fullvissadur um ad tad vaeri yfirleit vegna uppgjöra glaepagengja...

Ok, back to ad taekkla tessa strengi!!
Kommenta svo! Fyrst madur er svona duglegur ad hlada inn faerslunum!
I'm back in the game! Watch out!

lauantaina, lokakuuta 06, 2007

Verð að snúa vörn í sókn

Sunnudagur!
Sofa fram á hádegi, hlusta á franska tónlist, horfa á Friends í góðu company og elda saman vanilubúðing. Úti bíður haustið, skólastress og anríki hversdagsleikans.
Þetta ásamt við spjall við vini og vandamenn gera þessa helgi frábæra...
Hví eru helgar ekki þrír dagar!!!

Eftir þessi rólegheitt er síðasta vika fyrir haustfrí just coming up! Það verður fátt um rólegheitt það sem eftir lifir október, engar kvartanir frá mér!
Sigrún kemur eftir 5 daga
Ferð til Oulu eftir 11 daga
Mamma og Þorbjörg í heimsókn eftir 19 daga

Ég er orðinn gamall og farinn að gera of fullorðinslega hluti, fór í "partý" bæði á föstudaginn og um síðustu helgi, annað var matarboð og hitt rauðvíns-ostakvöld. Reyndar skipt yfir í djammgír um síðustu helgi. En þetta er að verða of siðmenntað!

torstaina, lokakuuta 04, 2007

Challenge accepted! 1 - 0

Kláraði að plana heimkomuna um jólin í dag! Við verðum á landinu frá 22. desember til 3. janúar og þar af í höfuðborginni 26. desember framá nýársdag.
Þetta er nú ekki of löng dvöl, er það? Vona að ég komist "heim" fljótlega aftur!!

Já áskorunni er tekið, 1-0 fyrir mér!!

Annarrs byrjaði 2. önn í skólanum í dag, stundataflan hljómar sem svo;
6 tímar finnska,
10 tímar píanóstillingar,
1 tími enskt blindraletur, íþóttir, píanósaga, theory

Það er ýmislegt sem ég forðast eins og heittan eldinn þessa dagana;
* Big Brother Suomi (finnska útgáfan)
* Ný útgefinn tónlist með slæmum IDOL söngvörum
* Nýji diskurinn m. Nightwish og allt æðið í kringum það
Allt þetta hefur farið ágætlega í taugarnar á mér!
Big Brother er bara versta sjónvarpsefni sem ég hef séð.
Að gefa út plötu með 16 ára hálfportúgalskri stelpu með hálfþroskaða söngrödd er versta hugmynd sem ég hef nokkurntímað vitað, en mér berst til eyrna að Anna Abreu sé mjög vinsæl meðal leikskólabarna.
Seinnasta atriðið þarf ekkert að útskýra!

torstaina, syyskuuta 27, 2007

Kaldir vindar hvína

Ætli nokkur muni lesa þetta, allir hættir að nenna að kíkja hingað. Ég er búinn að byrja alnokkrum sinnum á bloggi, en það er alltaf eitthvað annað sem dreggur mig frá því. Það er kannski einhver ástæða í því að það er svosem fátt merkilegt til að reporta, jaa.. samt endar þessi færsla örugglega á því að verða nokkuð löng, sorry.

Seinni hluti sumars leið hjá alltof hratt. Því var eytt í að eiga frí ;) og hjálpa Paulu að koma sér fyrir hér á höfuðborgarsvæðinu. Jaa svo var djammað og brallað ýmislegt með Mikko, Kaisu og Virpi. Það var eintóm 'blast', lærði misgáfulega finnska djamm/drykkju hefðir.
Skólinn byrjaði svo af krafti í annarri viku ágúst og síðan þá sit ég alla virka daga við að reyna stilla píanó og skilja finnska málfræði. Auk þess að hafa nokkur skemmtileg fög af p.stillarabrautinni.

Í enda ágúst skellti maður sér svo til Álandseyja til að hitta Sölva sem gerði de-tour frá Skandínavíureisu sinni. Það var sko hress helgi. Álandseyjar voru ferðarinnar virði og vel það, lentum meira segja á menningarnótt í Maríuhöfn. Og sambönd Sölva við eyjaskeggja leiddu af sér svaka skemmtilega reisu um austanverða eyjuna. Og já, fyrr um daginn höfðum við farið til vesturhlutans, svo okkur þótti voða sniðugt að hafa verið bæði á austur- og vesturströndinni á sama degi. Hehehe... er það ekki fyndið? East- and Westcoast in one day!
Það var líka upplifun útaf fyrir sig fyrir mig að taka ferjurnar! Ég er svodan landkrabbi að þetta voru lang stærstu skip sem ég hef verið um borð í , enda eiga öll hin varla meira skilið en vera kallað annað en bátur.
Ok, ég fer alltaf að babbla útaf sporinu, hafiði tekið eftir því?
Annarrs þegar ég fer að hugsa úti það gerði maður ansi margt. En 'mennn' það yrði leiðinlegt lesning ef ég færi að segja frá því öllu í grófum dráttur.

Síðan hefur haustið verið frekkar rólegt, en langt frá því að hafa verið leiðinlegt, þvert á móti!!
Fjörið heldur síðan áfram og til að hlakka til er t.d.; vinufélagahelgi, haustfríferð til Oulu og heimsóknir frá Sigrún og síðan mömmu og Þorbjörgu.

Jáhá mission completed, BLOGG!!! Kommentið vel og þá lofa ég að blogga fljótlega!!!!

lauantaina, heinäkuuta 28, 2007

Oh yeah baby!

Er ekki kominn tími til að skjallfesta nýjustu atburði þessa frábæra sumars! Eða má kalla þetta kalda og blauta veður sumar! Fengum bara nokkra góða daga inn á milli allan júlímánuð! Auðvitað er kalt samt meira en þið kallið heitt á klakanum... (this is the greatest country of all, so its never cold!).

Sumarbúðirnar voru óendalega mikið stuð! Alltaf gaman að kynnast fólki hvaðanæfa að og láta eins og asni. Mikill vinna samt, svaf að meðaltali fimm og hálfan tíma á dag! Ég er orðinn algerlega sannfærður um að mín lund eigi heima hér við botn Eystrasaltsins, því ég komst að því að ég dýrka Leta, en áður vissi ég um hrifningu mína á Eistum og Finnum! Sömuleiðis er ég á því að Ítalir séu ekki mitt fólk, ok það voru alveg nokkrir mjög, mjög skemmtilegir einstaklingar þaðan, en hópurinn í heild sinni var hrikalegur! Við Virpi misstum næstum stjórn á okkur yfir dónaskapnum á fyrsta klukkutímanum eftir að þau mætu á svæðið!
Skemmtileg móment fólu að minnsta kosti í sér að nú kann ég ljót orð á spænsku og letnesku, að dansa pólskan dans sem dansaður er í a.m.k. í brúðkaupum og að spila á Kantele (finnskt þjóðlagahljóðfæri).
Við fórum á jazzhátíð í Pori þar sem rigndi íslenskri rigningu fyrrihluta dagsins, öllum auðvitað til mikillar gleði! Tónlistini og öll umgjörð flott, svo ég ætla pottþétt að kíkja á þetta einhvert árið! Í enda dagsins keypti einn að þátttakendunum sem ég var að guide-a allan daginn vöfflu handa mér (highlight of the day).
En haldið þið ekki að ég hafi verið látinn syngja á tónleikunum (þetta voru tónlistarbúðir svo auðvitað var endað með tónleikum), lagið 'She's a lady' m. Tom Jones. Og það var tekið upp, uff!
En þetta var æði, elska samstafsfólkið; Virpi, Mikko, Kaisu, Leena, Riikka, Sumppi, Tiina og auðvitað Jutta the boss. Það er eins og þetta hafi loksins komið mér upp úr fyrsta gír!
En nokkrar myndir!

Eftir þessa mössuðu viku djömmuðum ég, Virpi, Kaisu og Mikko þrjú kvöld af fjórum fyrstu. Fyrsta kvöldið var nokkuð rólegt á nice pub, næsta á karaoke bar ásamt Paula, Jarno og Maija. Ég hef s.s. sungið karaoke now, OMG! Og síðast partí hjá Virpi!
Annarrs hef ég verið mest megnis í Vantaa (og er þar nú) fyrir utan einn dag í Tampere! Tampere is the place! En já núna þarf ég undirbúa mig fyrir saunu, oh yeah baby!
Þetta sundurlausa blaður verður að duga ykkur núna, ég hef eiginlega of mikið að segja!

T.v. Sumpp, Virpi og Mikko (staff) að baka pönnukökur ofan í liðið
T.h. Lorenzo (ít) að spila á gítar

T.v. Javier, Alejandro (sp) Konrad, Jasmin, Annemarie (þýs)
T.h. Jasmin, Ronja, Tommi (fi) Daniela, Sabine (þýs)

T.v. Tommi og Ronja (fi) með köngla... Jasmin (fi)
T.h. Dagný, Keli, Elfa og Guðfinnur (ísl)

T.v. Sumppi og Kaisu (staff)
T.h. Jutta my boss, Keli (ísl) og Elge (eis)

T.v. Eitt af workshopunum mínum, nær Elge og Mari-Liis (eis), Niko og Aleksi (fi)
T.h. Sama workshop

T.v. Í Rauma, Ronja og Tommi (fi), Jutta og Virpi (staff)
T.h. Fun hjá íslenska hópnum, plús Virpi og Hjalti (staff)

T.v. Spiceland, íslensk-spænsk samvinna í eldhúsinu
T.h. Pólland að elda karfölupönnukökur frá Lettlandi

T.v. Kaisu og Tiina (staff)
T.h. Dæmi um hvernig samstarfsfólkið fer með mann (Virpi og Kaisu)

T.v. Leena (staff), Clara (ít) og Aleksei (eis)
T.h. Domenico (ít), Anete (lat), Tiina (staff) og Pasi (fi)

T.v. Íslenski hópurinn plús Hjalti að syngja Stál og hnífur á alþjóðakvöldinu
T.h. PoriJazz

T.v. Keli (ísl) og Virpi (staff)
T.h. Herbergisfélagar... Mikko og Sumppi (staff)

Lokatónleikar
T.v. Riikka, söngk. (staff) Kaisu og Hjalti, kynnar (staff)
T.h. hmmm

T.v. Kaisu (staff)
T.h. Aleksei (eis), Sini (fin), Gert (eis), Alejandro (sp) og Anete (lat)

perjantaina, heinäkuuta 13, 2007

That's summer in the greatest country of all!

Já nú er eins gott að finna gamla gírinn, ungmennaskipti no. 9 starting á morgun! Hvað er skemmtilegra en vika með evrópskum ungmennum í litlum finskum bæ? Jaa veit ekki, en ég er alveg þreyttur already! hehe nei nei It will be awesome fun!
Annnarrs er ég orðinn agalega fastur í enskunni, eins fer ekki milli mála á þessari síðu!... Um daginn hringdi í mig íslenskumælandi manneskja og spurði hvort þetta væri ég á móðurtungunni og ég svaraði á ensku, hversu slæmt er það!!!?

Heyrðu agalegt hvað ég er latur bloggari, ekki sagt ykkur frá Jónsmessunni enþá! Trussaskapur er þetta! En það varð aldrei að ég gerði ekkert þá, fór í grillpartý í Hertoniemi!
Fámennt og góðmennt var það! Eina sem verður að komast á blað var fullt fólk í hjólastólarallý og ég að reyna að hlaupa á eftir til að festa atburðinn á filmu! Nú og það að eftir klukkan ellefu um kvöldið skruppum við niðrá strönd og ... og... og fólk var að synda... í sjónum... eftir 23:00.... synda!
Annarrs segja myndir meira en trilljón orð...




Síðan hefur júlí bara flogið, reyndar sumarið allt! Jebb, sumarfríið mitt mikið meira en hálfnað! Eftir nákvæmlega mánuð verð ég kominn inn í 'stúdíó' að stilla aftur! Sakna þess nú samt eiginlega! Eins mega spess as it sounds að sakna að eyða mörgum, mörgum tímum á viku einn í herbergi að stilla alla þessa strengi!
En við höfum brallað ýmislegt, þar ber hæst dagur í skemmtigarðinu, Linnanmäki. Fórum þangað með nokkrum öðrum, nokkrar myndir þaðan líka. Já og ég hafði bara gaman í tækjunum á endanum ;) En líklega var mest legið í leti í júlí... its summe$r...


Svo eftir að tæplega 80 evrópsk ungmenni verða búinn að ganga að okkur dauðum í Eurajoki (fylgist með á camp blogginu) já eftir það er komið að því að some people flytji loksins!!....
Svo á að gera eitthvað hresst áður en skólinn byrjar!!! Tillögur?

keskiviikkona, kesäkuuta 20, 2007

Status report!

Sveim mér, ykkur tókst að sannfæra mig... jaa kannski ekki erfitt. En meira slúður segiði, hmm let's see... af sjálfum mér þá? Eða almenningi í landi hina þúsund vatna og trilljón trjáa?
Það er minnsta að kosti af honum að frétta að hann hamstrar nú áfengi sem aldrei fyrr fyrir stærstu ferða- og djammhelgi árisins, miðsumarhelgina (Jónsmessa)! Þetta víst engu líkt... en ekki mun ég geta vitnað um það, því ég verð einn með öllum þrem félagsskítunum sem verða eftir í höfuðborginni (þetta er svona verslunarmannarhelgarstemming (jee long word man)).

Það hefur nú ýmislegt gerts síðan síðasta almennilega blog var skrifað. Í fyrsta lagi útskrifaðist ég af undirbúningsbraut 2. júní. Fékk rós og allt!! Sama dag skellti ég mér með Stínu á útitónleika í Kaisaniemi. Men hve margt fólk var þarna! En einhverja hluta vegna urðum við segull á full drukkið fólk, en það var mest fyndið samt. Og ég fékk lakkrís lengjur, ekta finnsk nammi sem maður fær bara á útihátíðum, svo ég var sáttur!

Í lok maí fór ég til Oulu í útskriftarpartý hjá Paulu. Mergjuð helgi og magnað djamm! Fólk kann meiri segja að skemmta sér þarna fyrir norðan. Já helgi sem ég mun seint gleyma og hafði mjög skemmtilega eftirmála.....
Á laugardaginn fór ég svo aftur í útskriftarpartý, nú hjá Sailu. Það var stemming í gangi þar líka, en ég var eitthvað voða þreyttur eftir alla eftirmálana svo ég tók bara síðasta metroið heim.



Annarrs fengu bæði Stina og Paula vinnu á höfuðborgarsvæðinu sem kennarar næsta haust og vetur. Stina mun meira segja fá að gista á sófanum mínum í fjóra mánuði. Svo þegar ævisagan mín kemur út mun þessi kafli bera heitið "Hjalti and the english teachers".

Já svo kom langþráð sending frá föðurlandinu! Svo nú er íbúðinn mín orðinn eins og einhver búi hér, hehe. Kaisu og Joonas komu hjálpuðu mér með að bera draslið upp! Jee hvað ég var og er sáttur að hafa fenigð þetta allt. Sumt hef ég ekki séð lengi og vakti góðar minningar! Nú er fólk EN meira velkomið í heimsókn ;)

Sumarfríið er búið að vera ágætt, hef svosem ekki mikið að gera. Sem er flott og fúlt í senn og það er ákveðið fólk sem styttir mér stundir;) Kannski maður skelli sér til næstu landa með ferju nú eða á útihátíð innanlands. Á annarrs að vera að stúdera finnskuna, la-la-la..
Þessa viku og síðustu er hitinn ekki búinn að fara oft yfir 20 stig en þar á undan var búið að steikja mig í tvær vikur svo þetta er kærkominn 15-19 stiga svali!
Heyriði svo er ég búinn að skella inn myndum á www.lallisuomalainen.spaces.live.com Þetta er myndir frá kennileitum í daglegu lífi mínu hérna. Kannski alls ekkert áhugavert, en ég mun skella inn fleirum með tímanum, stay tuned!
Svo bæti ég við link á blogsíðu sumarbúðana sem ég verð að vinna í júlí. Ég bjó hana meira segja til, hehe. En samdi samt ekki textan um sjálfan mig btw!!!

Jæja nú held ég hafi blaðrað nóg! Kommenta kids! Ef þið viljið nákvæmari slúður you know my number, msn, myspace, skype ;);) Hyvää kesäloma!