torstaina, lokakuuta 04, 2007

Challenge accepted! 1 - 0

Kláraði að plana heimkomuna um jólin í dag! Við verðum á landinu frá 22. desember til 3. janúar og þar af í höfuðborginni 26. desember framá nýársdag.
Þetta er nú ekki of löng dvöl, er það? Vona að ég komist "heim" fljótlega aftur!!

Já áskorunni er tekið, 1-0 fyrir mér!!

Annarrs byrjaði 2. önn í skólanum í dag, stundataflan hljómar sem svo;
6 tímar finnska,
10 tímar píanóstillingar,
1 tími enskt blindraletur, íþóttir, píanósaga, theory

Það er ýmislegt sem ég forðast eins og heittan eldinn þessa dagana;
* Big Brother Suomi (finnska útgáfan)
* Ný útgefinn tónlist með slæmum IDOL söngvörum
* Nýji diskurinn m. Nightwish og allt æðið í kringum það
Allt þetta hefur farið ágætlega í taugarnar á mér!
Big Brother er bara versta sjónvarpsefni sem ég hef séð.
Að gefa út plötu með 16 ára hálfportúgalskri stelpu með hálfþroskaða söngrödd er versta hugmynd sem ég hef nokkurntímað vitað, en mér berst til eyrna að Anna Abreu sé mjög vinsæl meðal leikskólabarna.
Seinnasta atriðið þarf ekkert að útskýra!

2 Comments:

At 2:32 ip., Anonymous Anonyymi said...

Íslenskt ofurmenni í útlöndum. Gaman að fylgjast með.

 
At 11:42 ap., Blogger Sigrún said...

Ég er að rústa þér! ;)

 

Lähetä kommentti

<< Home