Kaldir vindar hvína
Ætli nokkur muni lesa þetta, allir hættir að nenna að kíkja hingað. Ég er búinn að byrja alnokkrum sinnum á bloggi, en það er alltaf eitthvað annað sem dreggur mig frá því. Það er kannski einhver ástæða í því að það er svosem fátt merkilegt til að reporta, jaa.. samt endar þessi færsla örugglega á því að verða nokkuð löng, sorry.
Seinni hluti sumars leið hjá alltof hratt. Því var eytt í að eiga frí ;) og hjálpa Paulu að koma sér fyrir hér á höfuðborgarsvæðinu. Jaa svo var djammað og brallað ýmislegt með Mikko, Kaisu og Virpi. Það var eintóm 'blast', lærði misgáfulega finnska djamm/drykkju hefðir.
Skólinn byrjaði svo af krafti í annarri viku ágúst og síðan þá sit ég alla virka daga við að reyna stilla píanó og skilja finnska málfræði. Auk þess að hafa nokkur skemmtileg fög af p.stillarabrautinni.
Í enda ágúst skellti maður sér svo til Álandseyja til að hitta Sölva sem gerði de-tour frá Skandínavíureisu sinni. Það var sko hress helgi. Álandseyjar voru ferðarinnar virði og vel það, lentum meira segja á menningarnótt í Maríuhöfn. Og sambönd Sölva við eyjaskeggja leiddu af sér svaka skemmtilega reisu um austanverða eyjuna. Og já, fyrr um daginn höfðum við farið til vesturhlutans, svo okkur þótti voða sniðugt að hafa verið bæði á austur- og vesturströndinni á sama degi. Hehehe... er það ekki fyndið? East- and Westcoast in one day!
Það var líka upplifun útaf fyrir sig fyrir mig að taka ferjurnar! Ég er svodan landkrabbi að þetta voru lang stærstu skip sem ég hef verið um borð í , enda eiga öll hin varla meira skilið en vera kallað annað en bátur.
Ok, ég fer alltaf að babbla útaf sporinu, hafiði tekið eftir því?
Annarrs þegar ég fer að hugsa úti það gerði maður ansi margt. En 'mennn' það yrði leiðinlegt lesning ef ég færi að segja frá því öllu í grófum dráttur.
Síðan hefur haustið verið frekkar rólegt, en langt frá því að hafa verið leiðinlegt, þvert á móti!!
Fjörið heldur síðan áfram og til að hlakka til er t.d.; vinufélagahelgi, haustfríferð til Oulu og heimsóknir frá Sigrún og síðan mömmu og Þorbjörgu.
Jáhá mission completed, BLOGG!!! Kommentið vel og þá lofa ég að blogga fljótlega!!!!
6 Comments:
Sæl Hjalti,
Svakalega ertu að verða sigldur maður.....maður bara öfundar þig...við sveitalubbarnir förum aldrei neitt.....uhuhu
Eyrún,lilja Dísa
Veivei, blogg...! Ég vissi samt ekki að þú hefðir farið til Álandseyja, líkast til meðan ég var sjálf í útlöndum að þvælast? ;)
Glæsilegt, nýtt blogg!! Gaman að geta fylgst með þér og því sem þú ert að gera :) Hafðu það gott, hvernær á að kikja til landins?
Kv. Alla.
Frábært að blogg kemur ;) , hehe segi ég sem nenni varla að blogga sjálf!!
Gott að þú hefur það gott þarna úti Finnsku menningunni , vildi að ég gæti hitt þig og Paulu þegar þið komið til landsins i des en það verður bara bíða betri tíma !
kv. Vala
komment! - meira blogg takk! ;)
hlakka til ad sja tig ;)
edda
Ég kommenta aftur til að undirstrika áhuga minn á að lesa meira ;) Eigum við að koma í blogg-keppni, sá sem bloggar meira fram til 12. okt á inni bjór þegar ég kem í heimsókn :D
Lähetä kommentti
<< Home