perjantaina, huhtikuuta 21, 2006

Óvinsælasta manneskja landsins

Það er ég! Eitt samfélag fyrir alla! Ný herferð Öryrkjabandalagsins í samvinnu við félag eldri borgara og Þorskahjálp byrjaði í dag.
Þá voru við úr ungliðahreyfingum blindra, heyrnarlausra, hreyfihamlaðra og MS-sjúklinga í Kringluna með alskonar spjöld og flyera til að vekja athygli á mismunun í samfélaginu. Munum endurtaka leikinn á morgun laugardag í Smáralind.
Flestir voða kurteisir að rétta bara fólki flyer og búið. En nei ég varð auðvitað að vera með fíflalæti! "Ertu með nógu stórt nef" "Small noses stayes on first floor" "Eitt samfélag fyrir alla, stendst þú staðlana"...

Nú hata mig ALLIR ;)

Á morgun, árshátíð ÍTR, þemað = frítíminn, 700 manns, fyrir partý og fyrir-fyrir partý!
Hummmmm..........

keskiviikkona, huhtikuuta 19, 2006

X - Á

Kominn kostningarhamur á fólk í Hrunamannahreppi en þar keppa núverandi meirihluti H listinn við nýja aflið Á listann.
Mikið er þetta sveitó.

Á þriðjudags kvöldið voru aðrir styrktartónleikar UngBlind til styrktar ungmennskiptum í sumar.
Þessi fjáröflun gengur hægar en áttavilt skjaldbaka! Sérstaklega að fá pening frá fyrirtækjum, það á örugglega ekki eftir að batna eftir að ég náði ekki að halda aftur að mér í útvarpsviðtali í gær :S
En það var nú heldur ekki og góð mæting á þessa blessuðu tónleika !!
Næst munum við vera með blint kaffihús á nýjan leik í kjallara Hins Húsins 28. og 29. apríl milli 14 og 19. Látið tíðindin berast. Vantar líka sjávandi sjálfboðaliða í afgreiðslu og uppvask... þessar athafnir fara fram í birtu. og ég meina bráðvantar sjálfboðaliða.. þó ekki væri í meira ein eina klukkustund! Tékkaðu á calendarinu þínu!

Þegar þessi törn verður síðan búinn er það Finnland í 4 daga! Tveir í vinnu og tveir í stanslaust stuð!

28. og 29 apríl!

Betra seint en aldrei

Þetta var mottó föðurfjölskyldurnnar minnar sem ákvað að grafa stríðsaxinar og reyna að fara setja plástur á öll þau sár sem hnífbeit orð hafa ollið á síðustu 7 árum. Ekki ætla ég að tjá mig mikið um það en allavega eftir erfðadeilur árið 1999 hef ég ekki séð stærsta hluta fjölskyldurnar og ef ég hef rekist á þetta fólk hefur það neitað að svo mikið sem heilsa mér.

En nú þessa páska kom hálf-norski frændi minn til landsins til að giftast Chile-eskri unnustu sinni, en það gerði faðir hans, bróðir pabba míns. Þar að auki var hann staðráðinn að neyða fólk til að koma aftur saman í brúðkaupsveislunni þeirra.

Þangað fór ég á páskadag, reyndar sá einni frá mínu fólki því foreldrar mínir hafa slegið á sáttahöndina og syskini mín voru það ung fyrir 7 árum að þau þekkja þau lítið sem ekkert.

Afhverju er ég að upplýsa allt þetta, jæja þetta mál hefur er stór hluti af hvað ég er og hefur legið á manni í 7 ár. Svo að hafa aftur rætt við nána ættingja er mér mikið gleðiefni.
Einnig var þetta í raun það eina sem komst að í páskafríinu enda rifnaði upp úr mörgum andlegum sárum minna nánustu og já bara það eina sem ég hef að tjá mig um núna. Svo blabbla ég alltaf bara einhverja tóma steypu hér en þetta var allavega einn þáttur að Glæstum Vonum Skollagrófar ;)

En já svo það sé eitthvað heimspekilegt point með þessu þá hef ég komist að því að fólk getur mikið breyst á 7 árum en raun samt ekki neitt.

Já aldrei hafði ég mikið pælt í því en ég á frændfólk í Noregi, Bandaríkjunum og Malasíu. Og í fjölskyldunni er fólk gift Malasíu- og Chilebúum. Þetta er alþjóðavæðing í lagi.

tiistaina, huhtikuuta 18, 2006

Mæta Mæta Mæta

Tónleikar

Styrktartónleikar UngBlind í kjallara Hins Húsins,
þriðjudaginn 18. apríl kl. 20:00

Fram koma:
Múghsefjun
Jazz sveitin Dúi
BBQ
Lára Rúnarsdóttir og hljómsveit
Sweet Sins

500 kr. inn1

Ekki villt þú missa af nýjum og ferskum hljómsveitum?

Plíss mæta eða segja fólki að mæta.....!!!

perjantaina, huhtikuuta 07, 2006

Blog-leti

Já ég á við leti að stríða í vinnunni og þá blogga ég! Og að vanda um ekki neitt.
En það er en adtur kominn helgi! Og ég held að hún verði frekkar hress (enda hinar verið ansi slappar) Er reyndar að vinna á morgun en jæja.
Á sunnudag ætla ég í afmælisveislu hjá Eyrúnu litlu frænku sem varð eins árs á þriðjudaginn.
En í kvöld er ég að fara í viðarbrúðkaup hjá yfirmanninum... og það skilda að vera í búning! jeminn.

Á miðvikudagskvöldið sat í í vinnunni að vanda... síminn hringir.. "Hitt Húsið, Hjalti" Á hinni línunni "Er þetta ekki hjá Bríet (Félag ungra feminista, beina númerið mitt skráð á þau!!). Þetta var kona frá Hafnafjarðarleikhúsinu að bjóða á sýningu og bauð okkur í Sérsveitinni bara í staðinn!
Fór með fríðu föruneyti í gærkvöldið á sýninguna Viðtalið. Þetta er um heyrnalausa konu og þegar hún og mamma hennar geta loksins haft samskipti.... Mæli með þessu! Hiklaust!

Svo er ég ógeðslega mikill með mig (að vanda) miklar líkur að ég fái að ráða sumarstarfsfólk... og verð þá ekki lengur næstum einni sviðstjórinn hérna með einnga undirmenn... híhí... veit veit born messed up...

sunnuntaina, huhtikuuta 02, 2006

Lazy.. lazy

Well I´m getting nuts on application... So I blog and today in English...
I know know.. there is nothing intererest gone to be sayed here. Well when you never do nothing else then the same old, work-work-sleep-work-sleep and so on. Then is nothing new to say.

But so you can book this in your calentar!
Funding concerts for UngBlind 18. april!! I want to see YOU there!

Now is 1 month and 1 day until I will go to Finland, just 2 nights though
Now is 2 months and 1 day until I will go to Finland, taking enty test
Now is 3 months and 2 days until I will go to Finland, summer camp for one week
Uff, this almost to much Finland for me! Would be Ok that aleast one thing would be somewhere else... but I practice my Finnish then, hyvä!

Now is 4 months and 21 days until my last work day for ÍTR.

Well and again back to application forms... For the fucking last time!

lauantaina, huhtikuuta 01, 2006

Innipúki

Sólinn skín úti, það er laugardagur.... en ég sitt hér og skrifa umsóknir! Langar út.
En þetta er síðasti umsóknartörnin mín. Wíhí!
Svo þegar ég verð búninn hér í dag ætla ég í ræktina! Já ég ;) Minns búinn að fá sér einkaþjálfara og farinn að vera fastagestur... aftur í Laugum. Og látinn drekka grænt tee.. drekk ekki einusinni tee!

Jæja pælingar um þverlega vídd og evrópska samkemd 7 verkefna bíða mín..... og svo aldrei aftur!

Moi moi