torstaina, joulukuuta 13, 2007

Biðin er á enda

Bara ef þið vissuð hve oft ég hef byrjað á færslu síðustu tvo mánuðina! En það eina jákvæða við veikindi síðustu daga virðist að nú fær loksins ein að líta dagsins ljós!
Það er samt nefnilega margt sem ég hefði vilja deila með ykkur! En dagarnir líða svo hratt og ótrúlega margt sem þarf að gera. Og aldrei þessu vant (!) þá hef ég verið að rembast við að vera duglegur við það!

Byrjun haustsins var strembin og frekkar leiðinlegur tími en vetrarfríið bjargaði sálarheilsu minni. Það var stúttfult að uppörfandi uppákomum!!
Sirkushelgi, trúðaklæðnaður, mannætu endur, Tallinn, Oulu, sunnudagspartý, taka vitlausa lest og margt, margt fleira.

Síðan fór skapið uppávið með hverri vikunni. Enda kláraði ég núna í haust grunnnáminu í píanóstillingunum sem venjulega tekur 3 annir en tók mig 5. Þurfti að byrja á að læra tungumálið sko! En þá tekur við hið real thing, allt á finnsku! Meiri stillingar, theoria, aðrar greinar og.... píanóviðgerðir!!! Mjög gaman og mjög erfitt.
Veit að það eru margir sem hafa mikið meira að gera og meira að glíma við! En eftir árs letitörn er þetta smá strembið!

Margt annað verið á dagskrá, nokkur partý, vinnustaðarhelgi og margt fleira... en það er gamalt glens núna.

Þessa dagana stend ég hinsvegar (enþá!!) í því að ýta á eftir hlutum í hinum opinbera kerfi í lýðveldinu Suomi. Ekki að það sé ekki margt sem hafi þegar komst á koppinn. Það er bara alltaf meira sem þarf að gera.
Það sem er mikilvægast að klára fyrir jól er að leita að aðstoðarmanni, en ég fékk úthlutað 15 tímum á viku sem Espoo borgar fyrir aðstoð fyrir mig. Við skólatengt stöff, heimilisdæmi, að versla, frístundaflandur og meira til...
.. meina lifi alveg af án þess... en það eru svo margir hlutir sem ég hef vanist við að gera alls ekki sem ég get núna!! T.d. fara út að labba þegar ÉG vill, lesa póstinn og get hætt að krúnka í vinum með að aðstoða mig við ýmislegt. Svo er finnsku námið í háskólanum ómögulegt án aðstoðar.
Ok, boring efnisgrein.

En allavega, kominn í jólaskapið, þreyttur eftir langar vikur, get ekki eftir beðið eftir að stíga á heimagrundu í fyrsta skiptið í 11 og hálfan mánuð!...

Loksins kom bloggið! hope you are happy...
Nýtt loforð um dugnað!

P.s. Vona að Bryndís hafi ekki dáið...

2 Comments:

At 12:53 ap., Blogger Bryndis said...

Taaakk fyrir! Ég tórði ... lifði af munnlega langa prófið sem var í dag þannig að nú flýg ég um á bleikum skýjum - ekki sem engill á himnum heldur er þetta myndhverfing.

Hlakka til að fá þig á klakann karl !

 
At 6:06 ip., Anonymous Anonyymi said...

jeij!! ;D
flýttu þér nú heim!!

 

Lähetä kommentti

<< Home