Status report!
Sveim mér, ykkur tókst að sannfæra mig... jaa kannski ekki erfitt. En meira slúður segiði, hmm let's see... af sjálfum mér þá? Eða almenningi í landi hina þúsund vatna og trilljón trjáa?
Það er minnsta að kosti af honum að frétta að hann hamstrar nú áfengi sem aldrei fyrr fyrir stærstu ferða- og djammhelgi árisins, miðsumarhelgina (Jónsmessa)! Þetta víst engu líkt... en ekki mun ég geta vitnað um það, því ég verð einn með öllum þrem félagsskítunum sem verða eftir í höfuðborginni (þetta er svona verslunarmannarhelgarstemming (jee long word man)).
Það hefur nú ýmislegt gerts síðan síðasta almennilega blog var skrifað. Í fyrsta lagi útskrifaðist ég af undirbúningsbraut 2. júní. Fékk rós og allt!! Sama dag skellti ég mér með Stínu á útitónleika í Kaisaniemi. Men hve margt fólk var þarna! En einhverja hluta vegna urðum við segull á full drukkið fólk, en það var mest fyndið samt. Og ég fékk lakkrís lengjur, ekta finnsk nammi sem maður fær bara á útihátíðum, svo ég var sáttur!
Í lok maí fór ég til Oulu í útskriftarpartý hjá Paulu. Mergjuð helgi og magnað djamm! Fólk kann meiri segja að skemmta sér þarna fyrir norðan. Já helgi sem ég mun seint gleyma og hafði mjög skemmtilega eftirmála.....
Á laugardaginn fór ég svo aftur í útskriftarpartý, nú hjá Sailu. Það var stemming í gangi þar líka, en ég var eitthvað voða þreyttur eftir alla eftirmálana svo ég tók bara síðasta metroið heim.
Annarrs fengu bæði Stina og Paula vinnu á höfuðborgarsvæðinu sem kennarar næsta haust og vetur. Stina mun meira segja fá að gista á sófanum mínum í fjóra mánuði. Svo þegar ævisagan mín kemur út mun þessi kafli bera heitið "Hjalti and the english teachers".
Já svo kom langþráð sending frá föðurlandinu! Svo nú er íbúðinn mín orðinn eins og einhver búi hér, hehe. Kaisu og Joonas komu hjálpuðu mér með að bera draslið upp! Jee hvað ég var og er sáttur að hafa fenigð þetta allt. Sumt hef ég ekki séð lengi og vakti góðar minningar! Nú er fólk EN meira velkomið í heimsókn ;)
Sumarfríið er búið að vera ágætt, hef svosem ekki mikið að gera. Sem er flott og fúlt í senn og það er ákveðið fólk sem styttir mér stundir;) Kannski maður skelli sér til næstu landa með ferju nú eða á útihátíð innanlands. Á annarrs að vera að stúdera finnskuna, la-la-la..
Þessa viku og síðustu er hitinn ekki búinn að fara oft yfir 20 stig en þar á undan var búið að steikja mig í tvær vikur svo þetta er kærkominn 15-19 stiga svali!
Heyriði svo er ég búinn að skella inn myndum á www.lallisuomalainen.spaces.live.com Þetta er myndir frá kennileitum í daglegu lífi mínu hérna. Kannski alls ekkert áhugavert, en ég mun skella inn fleirum með tímanum, stay tuned!
Svo bæti ég við link á blogsíðu sumarbúðana sem ég verð að vinna í júlí. Ég bjó hana meira segja til, hehe. En samdi samt ekki textan um sjálfan mig btw!!!
Jæja nú held ég hafi blaðrað nóg! Kommenta kids! Ef þið viljið nákvæmari slúður you know my number, msn, myspace, skype ;);) Hyvää kesäloma!
9 Comments:
HVAÐ er verið að gera við grey stelpuna á neðri myndinni? Hjalti, stendur þú fyrir svona löguðu!? ;)
Hehe það er verið að hella Sandgría (hvernig er það stafað?) í hana! Einhver fíflalæti í fullu fólki! Ég... nei ég bara tók mynd.. trúirðu svona upp á mig? hehehe
Elsku gamli. Það er greinilega gaman hjá þér - gott að vita. Bið að heilsa þeim persónum og leikendum sem ég þekki þarna í og verða í ævisögunni hjá þér.
Sjáumst vonandi fljótega, bestu kveðjur Solveig
Marta segir: Jeminn, naumast duglegur að blogga!
Marta: Já, ég skoðaði myndirnar frá Finnlandi, þetta virkar bara ágætt :) Að búa í skóginum og svona. En hvað kom til að þú varst að keyra vörubíl?
Hehehe... þetta er rúta, og bara sviðset í einhverjum kjánaskap við Gullfoss í einhverri hópferðinni
Ég er búin að vera alveg einstaklega léleg við að kommenta! En ég er að fylgjast með þér væni! ;o) Knús frá Hvolsvelli :o)
Meira blogg! Meira blogg!
...myndi hrópa á finnsku líka if I knew how to... ;)
Enää blogi, enää blogi ;)
Let's see, even today ;)
Lähetä kommentti
<< Home