lauantaina, lokakuuta 06, 2007

Verð að snúa vörn í sókn

Sunnudagur!
Sofa fram á hádegi, hlusta á franska tónlist, horfa á Friends í góðu company og elda saman vanilubúðing. Úti bíður haustið, skólastress og anríki hversdagsleikans.
Þetta ásamt við spjall við vini og vandamenn gera þessa helgi frábæra...
Hví eru helgar ekki þrír dagar!!!

Eftir þessi rólegheitt er síðasta vika fyrir haustfrí just coming up! Það verður fátt um rólegheitt það sem eftir lifir október, engar kvartanir frá mér!
Sigrún kemur eftir 5 daga
Ferð til Oulu eftir 11 daga
Mamma og Þorbjörg í heimsókn eftir 19 daga

Ég er orðinn gamall og farinn að gera of fullorðinslega hluti, fór í "partý" bæði á föstudaginn og um síðustu helgi, annað var matarboð og hitt rauðvíns-ostakvöld. Reyndar skipt yfir í djammgír um síðustu helgi. En þetta er að verða of siðmenntað!