keskiviikkona, toukokuuta 25, 2005

Ungmennaskipti

Loksins segja sumir. Hjalti bloggar.
Ég kom í gær af ungmennaskiptunum í Mosfellssveit sem ég var búinn að vera á í heila viku. Þetta var svo frábært... á ekki einu sinni lýsingarorð yfir þetta.
Það voru sem sagt saman 45 manns frá Íslandi, Finnlandi og Austurríki. Bæði ófatlaðir (aðstoðarmenn) og ungt fólk með ýmiskonar hreyfihamlanir.
Þetta er svo frábær hópur, góð stemming og stuð. Fór með þau heim til mín í sveitinni meira að segja.

En það koma ungmennaskipti eftir þessi ungmennaskipti og þau fyrstu verða í Tyrklandi 1-11 ágúst. Hér með er auyglýst eftir tveim aðstoðarmönnum á aldrinum 18.-25. og farastjóra sem þarf að vera eldri en 25. En laun en allt frítt.
Ef þú hefur áhuga, látu þá endilega vita.