maanantaina, maaliskuuta 26, 2007

Minä menen junalla Jyväskylästä Helsingiin!

Þarf ég að fara að ljúga um þjóðerni mitt? Samkvæmt því sem ég hef heyrt úr fleiri en einni átt er útrás íslendinga með tilheyrandi eignarhaldi á finnskum fyrirtækjum orðinn óvinsæl hjá hópi fólks. Fólki er sama þó íslendingar kaupi skrifstofuvöru fyrirtæki, litla banka, tryggingarfélög og Pizza Hut en að FL group eigi 25% í Finnair og hafi troðið Sigurði Helgasyni nokkrum í stjórn þess félags hefur víst farið fyrir brjóstið á þessum einstaklingum.
En það var mikið fréttaefni þær deilur sem Finnska ríkið og FL group áttu þegar ríkið neitaði Hannesi Smárasyni um stjórnarsetu.
Haldiði að þau kaupi það að ég sé frá Perú?

Annarrs er bara stemmari í austrinu hjá mér. Þar síðustu helgi var ég að vinna í Karjaa við að undirbúa sumarbúðir og um nýliðna helgi heimsóki ég vinkonu sem býr í Jyväskylä.
Svo er vika í að ég fái lyklana af kofanum í skóginum... eða það er ágætis lýsing á stúdentagarðinum sem ég flytt á.

Í Karjaa vorum við að undirbúa Evrópskar tónlistarbúðir, 'Lets get musical'. En ég er kominn með þau verkefni að kenna tónheyrn, kór, líkamsrækt, tónsmíðar og stage performance. Úps! Hvað veit ég um helminginn af þessu! Ef einhver hefur góðar hugmyndir fyrir þetta eru þær velkomnar, þetta mun svosem ekki rista djúpt í efnið.
Er að pæla í söngleikjaþema fyrir kórinn! Ef þið vitið um ensk lög sem eru til eða myndu hljóma cool í kórútgáfu endilega látið mig vita. (Þetta endar allt með tónleikum btw)
Og á einhver / Kann einhver upphitunarstef?! Ég kunni það nú einu sinni en það er komið í einhverja klessu hjá mér!
En súper dagskrá og lítur út fyrir að verða skemmtilegir dagar. Fyrir utan löndin sem ég var búinn að tjá mig um að myndu taka þátt (Finnland, Ísland, Eistland, Pólland, Ítalía og Þýskaland) hafa Lettland bæst við ásamt einstaklingum frá Sviss, Englandi og Írlandi.

Jyväskylä var æði, skemmtileg borg og gestristnustu gestgjafar sem ég hef hitt! Komst samt að því að ég er mjööögg óheppinn í spilum! Á maður þá ekki að vera heppinn í ákveðnu öðru? Svindl að vera óheppinn í báðu!
Veðrið var líka ótrúlegt (og þessi borg er svipað norðanlega og Reykjavík) 10 stiga hiti og yfir tuttugu í forsælu! Áttum grillmat út í garði á sunnudeginum! í mars! Þetta er ekki hægt!
Og ég fór á ströndina, hahaha.
Vitið hvað... nágranar vinkonu minnar labba niður á strönd á morgnana í inniskóm og slopp... og fá sér sundsprett, um miðjan vetur!!!! Og meira, það er totally normal!

Og ekki allt búið enn, á páskum borða finnar (með bestu lyst) eftirrétt sem minnir mjög á brauðsúpu (lykt, bragð og útlit) en smakkast betur, sérstaklega þar sem það er borið fram með vanillusósu eða rjóma. Kallast þessi sérstaki hátíðarmatur mämmi. Og þegar búið var að láta mig smakka þetta um helgina.. þá fyrst var mér sagt að þetta ylli langri klósetsetu hjá mörgum. En ég slapp (hef á tilfinningunni að ykkur sé alveg sama um þær upplýsingar, en þið þurfið þá ekki að velta því fyrir ykkur!)

Svo get ég líka verið eins og Anna Guðrún og Kristrún...;) Ég fór og verslaði föt í síðstu viku sko!
Keypti tvær peysur og bol í Seppälä.
Ok.. varð bara að segja þetta til að koma nafninu á framfæri. En þetta er sko THE fatabúð sko!

Hjólastólahokkí úrslitamót næstu helgi, svo er hef ég ekkert að gera í apríl :( Verð að kippa því í liðinn! Njótiði vorsins (ef það er komið), stuð af eilífu!

keskiviikkona, maaliskuuta 14, 2007

Moicca!

Ég fór í gær og sótti um debetkort í finnska bankanum mínum til að gera líf mitt léttara. Stundum hef ég alls ekki getað tekið út neinn pening, og í síðustu viku lifði ég af 10€
En núna get ég loksins fengið kort í Finnlandi því ég er kominn með finnsk persónuleikaskílríki.
En það er bara svaka sálfræðilega erfitt að sækja um slíkt, því það eru svo margar myndir á kortið í boði!
Ákvað að ég sé anti-Lordi fan í augnablikinu (Lordi og Eurovision æðið er orðið svoldið uppáþrengjandi hérna!).
Var að spá hvort það væri cool að velja Nightwish, en neiiii held ekki. Þó Tarja sé á myndinni og allt.
Hitt var svo ekkert svo spess, finnsk teiknimyndafíkúra kom til greina...
... en síðan koma það, Marimekko! Svo ég verð með Marimekko blómamunstrið á kortinu mínu, kúl ekki satt?

Á sunnudaginn eru þingkosningar hérna og ekkert annað talað um og ekkert annað í sjónvarpinu en stjórnmál (nema Eurovision, uffff). Fyrir mánuði gaf fyrirverandi kærasta forsetisráðherrans (sem hann hélt framhjá konunni sinni með). Þar er að finna lýsingar á öllu sambandinu og nánum stundum þeirra. Og textaskilaboð sem hann sendi henni birt í henni.
Jeminn, jeminn.... A) hverjum dettur í hug að skrifa svona bók. B) hverjum dettur í hug að lesa þetta! C) hvað sér fólk við þennan mann, hann er svo leiðinlegur! Heldur framhjá og segir kærustum upp í sms!
Og svo er fólk að velta fyrirsér hvernig Valgerður gat orðið utanríkisráðherra!

Ég er allt í einu dottinn í fimmta gír í lærdómi! Og ekki veitir af!!!! Svo ég er farinn aftur að lesa lífeðlisfræði og þýða texta yfir á finnsku!
Lífið ánægð og kát í þessum fallega marsmánuði!

sunnuntaina, maaliskuuta 11, 2007

7 mánuðir! - 22 dagar...

Meira en mánuð frá síðasta almennilega bloggi, en ekki eins og það sé mikið til að missa af! En þar sem ég er í svo miklu stuði núna á þessum sólríka vorveðurs sunnudegi ætla er tilvalið að hanga inni að blogga. Nei reyndar fékk mér langan göngutúr í morgun! Allir úti, eins og allt hafi lifnað við í þessu landi minna drauma og þrár þegar sjórinn þyðnaði og sólinn snúin aftur úr fríi.

Fyrstu vikunar í febrúar voru eitthvað ótrúlega lengi að líða, ekki var það verkefnaskortur og leiðindi... kannski það var bara yfir tveggja tuga tölur í mínus frost og snjórinn sem höfðu þessi áhrif.
En síðar brast skíðafríið á og stuðið í mánuðinum byrjaði fyrir alvöru. En þá kíktum við Kaisu í heimsókn til Salómear í kongsins Kööpenhamina. Frábær gestgjafi, yndisleg borg og góð ferð í allastaði. Fórum á kínverska nýjárstónleika þar, ekkert smá kúl tónlist!!, og við urðum að standa upp fyrir krónprinsessuni hehehe... Salóme gaf okkur túr um hverfið sitt þar sem komið var við hjá Ungdomshuset, svo fyrst ég hafði verið þar gaf ég leyfi til að fjarlægja það (oo svo gaman að láta eins og heimurinn snúist í hring um mann!(er með Silja Nótt persónuleika)). Það túrastalegasta var að fara á tvö söfn. Annað var danska þjóðminjasafnið, en þar fyrir utan lentum við í "öskudagsgöngu" skrúðgöngu og hitt erótískt safn... jámm við erum ekki söm á eftir og ég mun aldrei geta talað eða hlustað á dani og ýmsar dýrategundir í sömu setningu. Jebb og ýmislegt fleira brallað en þetta er nóg....

Þegar við snérum til baka til lands vetrarins hafði kólnað heldur betur, niður í -17°c og skyndiákvörðun um ferð í IKEA í Vantaa svo ílla klæddur borgaði ég með flensu sem ég er í rauninni ný losnaður við endanlega, en allavega eyddi restinni af fríinu innan dyra.

En, en svo gerðist það, eftir hálfs árs biðlistalegu, ég fékk úthlutað íbúð hérna í landi ódýrs húsnæðis. 41 fm íbúð á stúdentagörðum hér í Espoo. Í hverfi sem gæti útlagst á íslensku sem Fuglahætta, hehe smá orðaleikur í gangi en allavega Fugla-eitthvað. Afhend 2. apríl, 22 dagar þangað til.. get ekki beðið.
Og allt mitt dót og líf sem hefur verið í kössum í sveitinni síðan maí 2005 verður sent innan skamms með skipi hingað til borgar höfuðstöðva Nokia.
Loksins mun ég eignast stað sem ég get kallað 'heima' aftur, þessari nærri tveggja ára heimilsleysi lokið, og hvað ég mun ekki sakna kústaskápa og rottuholna!
Svo þessar góðu fréttir ásamt slata af dóti sem ég gekk frá í mániðnum ég virðist hafa loksins lokið öllu sem þarf svo ég geti búið hamingjusamur í ævintýralandinu.

Síðustu helgi dró Stina mig á tónleika í Tampere með hljómsveitini, The Crash... asni hresst band and enþá hressara að tékka á háskóladjamminu;) Daginn eftir fór ég á árshátíð, var samt aðallega að aðstoða þar.

Langt blogg maður, ef einhver hefur lesið þetta altt biðst ég afsökunar á leiðnlegum texta. En ég las bloggið hennar Önnu Guðrúnar um daginn og leiddi hugan að því hve langt er síðan ég flutti, og í dag eru sjö mánuðir síðan ég lokaði fjögra ára kafla sem ég er svo sáttur við að hafa lokið og flutti til Finnlands, vááá!!!

P.S. Til að fyrirbyggja frekkari misskilning var ég að leita að vinnu og húsnæði fyrir finnska stelpu. Er að reyna bæta fyrir að vilja ekki búa á Íslandi með að reyna að styðja þá rugludala sem það vilja.

sunnuntaina, maaliskuuta 04, 2007

Hjálp!

Ef þú veist um vinnu og/eða herbergi til leigu á höfuðborgarsvæðinu endilega látu mig vita! !!!!!