Síðdegisblogg
Ég kláraði að stilla bassann! En lét þar við sittja í dag og þar sem íþróttatíminn féll niður var ég kominn heim um klukkan þrjú. Hvílíkur lúksus!
Ég var samt að leka niður úr þreyttu, eftir stuttan mánudag! Ekki gott sign, ætli mér veiti nokkuð af haustfríi í næstu viku!
En áður en þar af kemur þarf ég nú að reyna að stilla ástkæra píanóið mitt einu sinni í gegn svo því líði nú vel í fríinu. Einnig þarf ég að semja fyrirlestur fyrir píanósögutíma. Viðfangsefnið er félagsleg saga píanósins. Semsagt staða og hlutverk píanósins í samfélaginu allt frá því það var fundið upp og hvernig og hví sú staða hefur breyst í gegnum tíðina!
Mér til mikillar gleði fæ ég að flytja þetta á ensku þar sem kennarinn kennir líka starfsgreina ensku.
Hljómar þetta ekki spennadi ;) eru þið ekki fúll að missa af þessu?
Annarrs logaði í miðbænum í dag!! Tékkið á video
Reyndar mest óspennandi video ever.
Þriðja færslan í dag og ég er en eftirá!!! Well fjórir dagar til stefnu!
1 Comments:
Félagsleg saga píanósins hljómar í alvöru spennandi, mjög spennandi :D
Lähetä kommentti
<< Home