sunnuntai, lokakuuta 31, 2004

Magnað shit

Það er svo gaman að vera til, allveg magnað.... Fólk er svo skemmtilegt, maður er manns gaman!!!
Helginn er einmitt búinn að vera alveg frábær. Ofsa mikið að gera og ansi margt sem ekki komst i verk :P en bara gaman, gaman.
Þetta byrjaði nú ekki vel í þegar við Sólrún skíttöpuðum í látbragðsleik! Þetta er ekki sterkasta hlið Sólrúnar ;) Þetta var í afmælisteitinu hans Sölva á föstudag. Kítkti þaðan á Kristrúnu og co niðri bæ.
Laugardaginn kom litli bróðir minn í heimsókn og um kvöldið kíktum við á vetrafagnað Blindrafélagsins þar sem við náðum að vera einir undir 25 ára! Þegar hann var sofnaður fór ég að taka þátt í spunamaraþoni LFMH í NKJ. Átti og var á vakt frá 11 á um kvöldið til 12 á hádegi í morgun. Síðan kom ástkær amma mín og leiðinlegi kærastinn hennar og settu upp gluggatjaldastangir. Síðan svaf ég þar til við Helgi fórum á Ný-ungarfund nú áðan!!
En já ég hef stigið fyrstu skref mín á leiksviði fyrir utan hin verndaða grunnskóla :D
Og nú er ég farinn að sofa.
See you around!

perjantaina, lokakuuta 29, 2004

Alltaf í útlöndum!

Einu sinni þvoldi ég ekki þegar fólk var að tala um hve oft það hefði farið til útlanda og hvert þá. Enda hafði ég aldrei komið svo mikið sem til Viðeyjar.
En nú er öldin önnur og í þessum pósti ætla ég að fara í gegnum 'allar' utanlandsferðir mínar. Ástæðan... ja ég sat í rólegheitunum í matarhléinu í MH þegar Bryndís, Sigrún og Marta komu hlaupandi og spurðu hvort ég vildi ekki kíkja til Póllands næsta fimmtudag... og já við erum sem sagt að fara til Póllands í næstu viku og eftir þrjár vikur er ég að fara til Finnlands :D !!
Ég fór fyrst út fyrir landssteinana (meira en 2 metra) júlí 2003 þegar ég fór á trillu rétt fyrir utan höfnina í Bolungarvík :P og í fyrsta skiptið til útlanda í byrjun nóvember 2003 eða fyrir rétt ríflega ári síðan... en í lok mánaðarins verð ég búinn að fara í 6 útanlandsferðir á 13 mánuðum!!!

Sú fyrsta var til Hollands og Belgíu í nóvember í fyrra. Var á ferð með kennslustjóra fatlaðra í MH, Huldu úr MH, Þórey táknmálstúlki, Sigmundi úr Borgó og pabba hans. Við vorum að fara á málþing í Evrópuþinginu um aðstöðu fatlaðra í framhaldsskóla. Þetta frábær ferð og mig langar að fara einhvern tíman aftur til Brussel!

Næst fór ég til Noregs í mars á námskeið ætlað til að auka þátttöku félagasamtaka fatlaðra í Youth verkefni Evrópusambandsins, sérstaklega sjálfboðaliðaþjónustunni. Var samferða með Kidda og Silju frá Sérsveitinni, Kristínu frá Ungu fólki í Evrópu og Þór Inga frá Ásgarði. Vorum á ógeðslega flottu sveitahóteli og fórum í hestasleða ferð um skóginn í myrkri;) Og svo kynntist ég hinni víðfrægu Jutta, ritara finksu ungmennasamtaka blindra.

Þriðja skiptið sem ég flaug frá klakalandinu var í júlí og þá í lengstu dvölina, nær 3 vikur. Kaisu bauð mér sem sagt í heimsókn til sín í Finnlandi :D:D Þetta var ólýsanlega gaman;) Ekki bara að vera með henni (sem er nú alveg nóg, enda frábær!) þá skoðuðum við svo margt og viku ferðalag okkar til Joansuu var svo ógleymanlegt. Enda Majia og Jua skrítið og skemmtilegt par. Þar kynntist ég hinu merka lagi, Maja hí, maja hú!! Mér langaði ekkert heim og alltaf með hugan í Tampere, the greatest city of all!!! En núna vona ég að Kaisu komi einhvern tímann til að endurgjalda heimsóknina:)
En ég hef aldrei slappað eins vel af eins og þarna í mörg ár og þetta er fyrsta sumarfríið sem ég fæ!!

Fjórða skiptið var einnig til Finnlands... en nei ekki til að hitta sömu manneskjuna, því miður:( En það var mekka stuð samt. Vorum á stað sem heitir Koivukankare og er bara rétt fyrir utan Kurku! Mjög fallegur staður sem stendur við vatn (vatn í Finnlandi, síðan hvenær... og tré í Finnland??) Var sem þátttakandi/aðstoðarmaður á ungmennaskiptum fyrir hreyfihamlaða. Já þetta var svo gaman og kynntist svo mörgu skemmtilegu fólki!!! Og svo lærði ég allveg heilmikið um lífið og tilveruna!!!

Svo í næstu viku verður fimmta skiptið, og það til Póllands! Með eins og áður sagði Mörtu, Bryndísi og Sigrúnu. Hlakka svo til að komast úr viðjum vanans!!!

Og 18 nóv verður sjötta skiptið á framhald af námskeiðinu í mars. En nú í Finnlandi, hvar annarrs staðar ;) Hyvä Soumi, minä soumi poike!

Jæja þá vitið þið það og hér er kort af þeim löndum sem ég hef komið til frá og með næstu viku!!!!

keskiviikkona, lokakuuta 27, 2004

Partý í STRAX

Fór að versla í Strax áðan og endaði að vera þar í nær einn og hálfan tíma! Lotta, bekkjasystir mín úr Flúðaskóla og Birna Sif (sem hefur lögheimili á Flúðum!) voru báðar á vakt. Þannig að það var svona einskonar Flúðapartý í Strax, Suðurveri !! Við Lotta vorum að rifja upp gamla góða daga í Flúðaskóla!! Og spjalla um hvar fólkið væri að gera núna. Það er nóg mikið hægt að slúðra um það ;)

Vaknaði frekkar seint í morgun og fór að laga aðeins til vegna þess að það var von á borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins að skoða íbúðina. Var alveg búinn að gera hana þannig að ekki þyrfti að skammast sín fyrir hana. Var að settja það sem ég sópaði í poka þegar mér með minni einstöku lægni tókst að hella helmingnum niður. Í því kom fólkið. Ég fór auðvitað allur í kerfi!!!!! En haldið þið ekki að Sólveig Pétursdóttir hafi ekki bara farið að hjálpa mér!!!! Svo núna er hún nýja heimilishjálpin mín :P En já ég var alveg í kleinu og hjálpaði ekki að allt sem ég sagði var tóm steypa!! En bla bla bla. Ég er altaf að gera mig að fíflli!!!

Brjálæði

Kominn með nett bloggæði !
Var að koma af 'hardcore' tónleikum í Norðurkjallara. Nokkrar íslenskar hljómsveitir ásamt kanadísku bandi sem heitir, comeback kid. Hörkustemming í gagni, algert brjálæði, bókstaflega!!!! Þekkti engan úr MH nema gæslufólkið! En þekkti massa mikið af fólki samt, mismikið samt. Voru þarna stuðfólkið síðan í sumarvinnunni, Fannar, Andri, Gussi og fleiri!!!
Áður en þeir byrjuðu fór ég með nokkra í skoðunarferð um skólan :D

En að örðu.
Ég er orðinn svo leiður að fólk haldi að fólk sem er blind eigi að sjá svart!!!!!!!
Og þegar maður sér fólk veifa höndunum rétt fyrir framan mann, fyrir ljós. Þá "ertu ekkert blindur" að sjá það. Þetta sjá nærri allir blindir, aðeins 20 manns eða svo sem sjá alveg svart og það eru miklar líkur að samt myndi þetta fólk vera vart við þetta!!!!
Þetta er eins og halda því fram að fólk sem getur lyft sér úr hjólastól og kannski stigið 3-4 skref séu ekki hreyfhömlað!!!! Helvítis fordómar og blaður.... Þetta gerir mig svo furious!!
"Þú ert ekkert blindur, þú horfir á mig", "sástu þegar ég veifaði (næstum lamdir mig í nefið), ertu bara að plata". Það er furðulegt hvað fólk getur verið hugsunarlaust og tillitslaust!!!

tiistaina, lokakuuta 26, 2004

Nýtt útlit !!!

Wei hvernig líst ykkur á nýja útlitið, ekki veit ég hvernig það kemur út ;) En já það er alltaf gaman að breyta til.
Síðan er kominn tími til að gera skurk í því að laga tenglana og bæta nýjum við.
Og svo að fara skrifa eitthvað gáfulegt ;P

En já þrefalt húrra fyrir mér að hafa náð að gera þetta alveg sjálfur (ég er svo stór) !!!!

Það er ekkert kalt, kuldaskræfur

Já, ég bara skil ekki þetta kulda tal. Væri alveg til í aðeins meiri hita en mér finnst þetta fínt, enda kann ég best við mig í svona kulda!
Ansi bókuð vika sem ég hef átt. Nenni svosem ekki að íþyngja ykkur (meira, þeim sem nú þegar hafa orðið fyrir því) með því. Var á námskeiði um helgina, eins og oft áður, lang yngstur! En ein gömul sjónskert kona kom með setningu sem núna er mín uppáhalds, "það er ekkert sniðugt að vera með þessu sjáandi fólki"!!! Já ófatlaðir eru kjánaprik eins og stóð á 'meðmælakröfugönguspjaldinu' mínu!!
Á laugardaginn skrapp ég í partý hjá Gunna, en stansaði ekki lengi þar, flúði fljótlega! Fór síðan aðeins nðri bæ með nokkrum öðrum.
Jæja farinn að laga til svo að ég misbjóði ekki borgarfulltrúum sjálfstæðisflokksins!!

Við heyrumst bara næst!

keskiviikkona, lokakuuta 20, 2004

Orðinn Reykvíkingur!!!!!!!!!!!!!!

Fór niður í Þjóðskrá rétt fyrir lokun í dag og flutti lögheimilið frá Skollagróf, Hrun í Hamrahlíð 17, Rvk. Svo núna bý ég og geng í skóla í Hamrahlíð.
Svo núna er ég plebbi!!!!
Einnig er ég loksins orðinn leigjandi, semsagt á pappírunum!
Svo hef ég verið að sinna skildum mínum sem "Youth Worker", ég er svo útúr kú miðað við aðra 'YW' því þeir eru yfir leit yfir þrítugt, að minnsta kosti. En já fann EVS verkefni fyrir Begga á Englandi, vonandi kemst hann í samband við einhvern til að fá 'Long term' verkefni!! (þá er ég laus við hann;) ) Og fyrirgefiði samstafaninar og enskuna, ef þið viljið vita meira, barið spyrjið. Ég nýt þess að deila með ykkur staðreyndum úr nördalífi mínu!!

Svo valdi ég fyrir næstu önn, 19 einingar!! Fyrir þá sem hugsanlega hafa áhuga:
Ísl 503 (aftur:( ), Stæ 503, Fra 303, Eðl 103, Líf 103, Lík 301, Líl 111, Tom 102.
Í gærkvöldi skruppum við Sölvi á þetta Mönsjkvöld í NKJ, The Big Lebowski á skjánum og slatti af 'mönsj-i'. Þekkti engan annan, nema heyrði í Jónsa..... en já ekki leiðinlegt.

tiistaina, lokakuuta 19, 2004

En einn dagurinn

Jæja fólk en einn dagurinn af þessu auma lífi lokið.......
Það er nú ekkert áhugavert né merkilegt að frétta úr mínu nördalífi.....
Miðvikudagur: Skóli, tónlistarskóli, fundur útaf degi hvítastafsins, stjórnarfundur.
Fimmtudagur: Skóli, Þorbjörg systir mín kom, aðgengisfundur.
Föstdagur: Dagur hvítastafsins. Opið hús, í anddyri með blindraletur, í símsvörun um morgunninn (fyrsta símtalið, skammir!!) og bíó með Þorbjörgu því hún átti afmæli.
Laugardagur: Sofið út, Þorbjörg fór, pizza og miðbæjarrölt með Önnu Guðrúnu og Sölva um kvöldið. Mjög gaman reyndar.
Sunnudagur: Reyna að læra, gera umsókn, skrifa skýrslu, Ný-ungarfundur um kvöldið.
Mánudagur: Jarðaförin hennar Hjördísar. Svo falleg!!!
Þriðjudagur: Skóli, fundur vegna EVS, hringja í alþingism (grrr) og svo er ég að fara upp í NKJ að kíkja á e-h :D
Jebb, nördalíf dauðans!

lauantaina, lokakuuta 09, 2004

#

Þessi vika, hef ekki orð til að segja frá henni. Vinkona mín og helsti samstraftsmaður, Hjördís Kjartansdóttir lést aðeins 22 ára að aldri á mánudaginn. Ég vill óska foreldrum hennar, bróður, unnusta og allra annarra sem eiga um sárt að binda, alls hins besta á þessum erfiðu tímum. Hjördís var yndisleg manneskja sem kunni að lifa!!
Ekki er ég búinn, stuðningur MH við fatlaðra er að hrynja, ef ekkert verður að gert hætti þar bráðlega!
Þannig að ég er ekki manneskja til að segja neitt uppbyggjandi.
En lífið heldur áfram og næst fáið þið eitthvað upplífgandi
Bæ. -Hjalti

sunnuntai, lokakuuta 03, 2004

Nýjar hæðir síðunar

Mér langar að deila með ykkar að síðan hefur fengið þann merka heiður að fá link á http://blog.central.is/thoughts/. Þetta er mikill viðurkenning á því (ekki) miklu vinnu sem ég hef langt í hana. Þetta kallar á það að maður fari að bulla eitthvað að viti sem hefur verið á stefnuskráni síðan ég byrjaði. Ég vill þakka þeim kærlega fyrir þennan heiður!
Núna er ég búinn að vaka í 29 tíma :D

perjantaina, lokakuuta 01, 2004

Grunsamlegur

Vaknaði klukkan 12:45 í morgun, átti að mæta fund í Hinu Húsinu kl. 13 en "það kom upp neyðartilvik". Svo var eins og ýmsum er kannski kunnugt var fundur sem ég mæti á í Menntamálaráðuneytinu kl. 14. Það er svo sem ekki í frásögu færandi nema að eftir hann var ég að fara ég í rannsókn fyrir Háskólan. Það átti að sækja mig í ráðuneytið háld fimm en fundurinn búinn 15:45.
Ég settist því niður (á gólfið) í andyrinu (eins og hálfviti) og tók upp tölvuna mína. Allir gömlu karlanir sem voru á leiðinni úr vinnu heilsuðu mér með "hvað er þessi að gera" tón!! og eftir 5 min kom svo öryggisvörður sem sagðist hafa verið sendur niður vegna þess að þetta þótti vera e-h dularfullt. Hélt fyrst að ég væri að mótmæla einhverju eða reyna að brjótast inn í tölvukerfið!! Svo stóð hann yfir mér og hélt þar að auki að ég hefði verið að settja konísa metið í smáralind, puff!
Síðan var í skemmtilega 2 tíma í þessari rannsókn á aðgengi blindra að windows stýrikerfinu, 3 rannsókninni á vegum háskólans sem fer í ég á árinu. Fæ bráðum hamsturs hlaupahjól!!
Jæja farinn að sofa, annar skemmtilegur fundur á morgun.
Og já staðfest að ég er að fara til Finnlands í nóvember. Og með það, vissi fyrst að gæti orðið fyrir hálfum mánuðu en Kaisu er búinn að vita það síðan í ágúst. Allveg hættur að botna í finnum, sem virðast flestir vita meira um mig en ég sjálfur!! En Hyvä Soumi enga síður.