Alltaf í útlöndum!
Einu sinni þvoldi ég ekki þegar fólk var að tala um hve oft það hefði farið til útlanda og hvert þá. Enda hafði ég aldrei komið svo mikið sem til Viðeyjar.
En nú er öldin önnur og í þessum pósti ætla ég að fara í gegnum 'allar' utanlandsferðir mínar. Ástæðan... ja ég sat í rólegheitunum í matarhléinu í MH þegar Bryndís, Sigrún og Marta komu hlaupandi og spurðu hvort ég vildi ekki kíkja til Póllands næsta fimmtudag... og já við erum sem sagt að fara til Póllands í næstu viku og eftir þrjár vikur er ég að fara til Finnlands :D !!
Ég fór fyrst út fyrir landssteinana (meira en 2 metra) júlí 2003 þegar ég fór á trillu rétt fyrir utan höfnina í Bolungarvík :P og í fyrsta skiptið til útlanda í byrjun nóvember 2003 eða fyrir rétt ríflega ári síðan... en í lok mánaðarins verð ég búinn að fara í 6 útanlandsferðir á 13 mánuðum!!!
Sú fyrsta var til Hollands og Belgíu í nóvember í fyrra. Var á ferð með kennslustjóra fatlaðra í MH, Huldu úr MH, Þórey táknmálstúlki, Sigmundi úr Borgó og pabba hans. Við vorum að fara á málþing í Evrópuþinginu um aðstöðu fatlaðra í framhaldsskóla. Þetta frábær ferð og mig langar að fara einhvern tíman aftur til Brussel!
Næst fór ég til Noregs í mars á námskeið ætlað til að auka þátttöku félagasamtaka fatlaðra í Youth verkefni Evrópusambandsins, sérstaklega sjálfboðaliðaþjónustunni. Var samferða með Kidda og Silju frá Sérsveitinni, Kristínu frá Ungu fólki í Evrópu og Þór Inga frá Ásgarði. Vorum á ógeðslega flottu sveitahóteli og fórum í hestasleða ferð um skóginn í myrkri;) Og svo kynntist ég hinni víðfrægu Jutta, ritara finksu ungmennasamtaka blindra.
Þriðja skiptið sem ég flaug frá klakalandinu var í júlí og þá í lengstu dvölina, nær 3 vikur. Kaisu bauð mér sem sagt í heimsókn til sín í Finnlandi :D:D Þetta var ólýsanlega gaman;) Ekki bara að vera með henni (sem er nú alveg nóg, enda frábær!) þá skoðuðum við svo margt og viku ferðalag okkar til Joansuu var svo ógleymanlegt. Enda Majia og Jua skrítið og skemmtilegt par. Þar kynntist ég hinu merka lagi, Maja hí, maja hú!! Mér langaði ekkert heim og alltaf með hugan í Tampere, the greatest city of all!!! En núna vona ég að Kaisu komi einhvern tímann til að endurgjalda heimsóknina:)
En ég hef aldrei slappað eins vel af eins og þarna í mörg ár og þetta er fyrsta sumarfríið sem ég fæ!!
Fjórða skiptið var einnig til Finnlands... en nei ekki til að hitta sömu manneskjuna, því miður:( En það var mekka stuð samt. Vorum á stað sem heitir Koivukankare og er bara rétt fyrir utan Kurku! Mjög fallegur staður sem stendur við vatn (vatn í Finnlandi, síðan hvenær... og tré í Finnland??) Var sem þátttakandi/aðstoðarmaður á ungmennaskiptum fyrir hreyfihamlaða. Já þetta var svo gaman og kynntist svo mörgu skemmtilegu fólki!!! Og svo lærði ég allveg heilmikið um lífið og tilveruna!!!
Svo í næstu viku verður fimmta skiptið, og það til Póllands! Með eins og áður sagði Mörtu, Bryndísi og Sigrúnu. Hlakka svo til að komast úr viðjum vanans!!!
Og 18 nóv verður sjötta skiptið á framhald af námskeiðinu í mars. En nú í Finnlandi, hvar annarrs staðar ;) Hyvä Soumi, minä soumi poike!
Jæja þá vitið þið það og hér er kort af þeim löndum sem ég hef komið til frá og með næstu viku!!!!
3 Comments:
Góður!
Great site loved it alot, will come back and visit again.
»
Interesting site. Useful information. Bookmarked.
»
Lähetä kommentti
<< Home