Nú ætla ég að koma með smá pistill um sambönd og kynlíf í samfélaginu okkar. Þetta hefur verið að gerjast í mér mjög lengi.
Svo núna síðasta mánuðinn er ég búinn að vera mikið að veltast upp úr þessu og bara verð að fá útrás...
Mér hefur alltaf leiðst fólk (sérstaklega strákar) sem eru alltaf á djamminu, í partýum og böllum að hössla fólk bara til að ríða því !! Sérstaklega karla eldri en tvítugt að hössla 15-17 stelpur.
Kannski er það vegna þess að ég á ekki mikla möguleika að lifa svona lífi en einnig vegna þess að ef grannt er skoðað líður því almennt mjög ílla og virðist skorta sjálföryggi.
Ég er ekki að segja að one night stand sé einhver synd og eitthvað sem "ég mun aldrei geta hugsa mér að gera" heldur er fólk sem er alltaf að þessu svo ofboðslega sorglegt. Auðvitað er ekkert að því að sleppa fram af sér beislinu en sumt haga sér eins og kynóð naut, bara hugsar um að fá drátt. Allveg sama hver eða hvernig, bara að fá drátt.
Samt held ég að skoðanir mínar séu mjög litaðar af því að ég á mjög erfitt með að sofa hjá manneskju sem ég ekki hef tilfinnigar til, svona aðþví bara. Hefur eingann tilgang, fólk á þá bara að fásér dúkur eða eitthvað til að fá útrás á. Finnst alveg eins gott að sleppa því. Ég vill frekkar hafa einhverja manneskju sem ég elska og elskar mig.
Ekki miskilja mig. Ég er ekki með einhver skírlífis boðskap en hef bara aldrei skilið hvað fólk fær útúr því að sofa hjá sem flestum. Enda eins og áður sagði er það oft vegna festuleysis í lífinu.
Maður heyrir svo mikið um að hinn eina sanna ást sé ekki til og um öll samböndin sem hafa farið í vaskinn. Það gerist margt sorglegt en ég held líka að það gleymist að tala um þau sem ganga !! Það er svo margt fólk sem byrjaði saman fyrir tvítugt og er en saman núna um 40, 50 og ofar og trúið mér þetta getur gerst en þann dag í dag. Mér finnst málið vera að margir gefast alltof fljótt upp. Ég held að ef maður ef fólk er ástfangið er hægt að halda því við með réttu aðferðunum. Auðvitað á þetta ekki alltaf við.
Það sorglegast er þegar önnur manneskjan verður hrifinn að öðrum. Grasið er alltaf græna hinum meginn og viðkomandi heldur að það sé betra að enda hið staðnaða sambandið sem það er í. Fyrir annað sem fer örugglega á sama veg í. Stað þess að gefa sér sá tíma og umhyggju fyrir það gamla!! Veit að margir hafa séð eftir svona fljótfærni.
Vá, veit ekki hvort einhver skillur þetta en ég bara varð að losa mig við þetta !!! Hefði getað haldið áfram endalaust en þetta er nóg í bili.
Endapunkturinn er að ég held að það sé mikið um óþarfa sambandslit og hjónaskilnaði vegna þess að fólk er alltaf að leita af einhverju betra sem er bara ekki til, WHEN WILL PEOPLE GET IT !!!
veit að ég er ofboðslega gamaldags en.....