Framtíðinn
Já framtíðinn er björt???
Allavega er ég í óða önn að flytja út úr Blindrafélaginu (ekki draumahúsið!)í sumarbústað hjá Flúðum og í minnsta herbergi í heimi í Breiðholtinu.
Jafnframt því verð ég kominn með internetaðgang fyrir austan (loksins loksins) og því er framtíðinn björt. Það er ekkert líf án þess og það er ekki það gáfulegasta í heimi að sitja fyrir utna MH á kvöldinn eins og er að gera núna!
Það eru ALLIR að farast úr prófstressi!! og líka ég... svona aðeins, fer ekki í nema eitt próf reyndar. En það alveg nó :P
Eyrnalangur fór heim í Kópavog á þriðjudaginn :( "Það er svo tómlegt án hans" ;) En vitiði hvað?? Ég fæ að eiga eitt af litlu systkinum hans! ´Það verður fyrsta gæludýrið mitt, tel hestana og það ekki með sko.
Ég kemst því miður ekki á dimmison á morgun, verð að vinna :( Eksta leiðinlegt því þetta er síðasta önnin mín og fullt af fólki þarna af borðunum mínum.
Jæja farinn heim að sofa