tiistaina, huhtikuuta 17, 2007

Väsynyt

Grámyglulegur þriðjudagur þar sem ég sit í tómri skólastofu hérna í austrinu. Ætti að vera þýða texta um þetta bullshit úr finnsku á ensku en ég er ekki enþá nógu vaknaður til þess. Samt rúmir fjórir tímar síðan ég fór á fætur.
Veðrið síðustu vikuna er búið að vera ansi áminnandi á að sumarið er rétt handan við hornið 15-18 stiga hiti þá kaldir norðanvindar minni en á sig.

Þó ég sakni sjónvarps með viðeigandi sjónvarpsglápi ekki svo mikið.. eða réttara sagt sé muninn á hve mikið meir kemst í verk.. en já þó svo sé hef ég í staðinn verið óvenjuduglegur að fara í bíó síðustu vikunar, enda þarf maður að vinna upp eftir að hafa ekki sinnt þeirri menningu í þrjá mánuði. Hef séð Night at the museum, Mr. Bean´s holiday og Ghostrider. Ágætismyndir þó ég stefni á að sjá eitthvað menningarlegra um næstu helgi.
Night at the museum kom mér smá á óvart, meira varið í hana en ég hafði spáð.
Mr. Bean er bara skilda að sjá, en hafði ekki hugsað út í hve óhemju óblindrahentug hún er :Þ
Ghostrider var cool þó lagið yfir kreditlistanum hafi staðið uppúr...

Á einum mánuði hef ég tvisvar hitt einhvern sem ég þekki fyrir tilviljun, vá þetta er þá ekki "stærra" place en það. Reyndar bæði á Metro/lestar stöðvum.
Talandi um þær, ég lenti í því í sömu vikunni að ókunnugir tóku sig á tal við mig þegar ég var að bíða einhverstaðar. Finnar! eiga þeir ekki að vera svo ómálglaðir? því það var heldur ekkert verið með neitt small talk, nei nei heldur fékk maður lífbaráttusögur..
Annar var í hjólastól og spurði fyrst hvort hann gæti aðstoðað mig "við fatlaðir verða að standa saman" ræða fylgdi í kjölfarið. Svo tjáði hann mér að hann ætti sko blindan vin. (þögn) og þeir hefðu fengið fötlun sína sama kvöldið, "kaldhæðni" (þögn) "ég var að keyra hann á sjúkrahúsið þegar slysið varð" (þögn) "eina skiptið sem ég hef keyrt ölvaður" (þögn) "ég var að útskrifast af spítala í morgun" (Hjalti: "aha") (þögn) "ég er að bíða eftir mömmu og pabba til að fara í apótek" (löng þögn) "ó þar koma þau... gaman að kynnast þér"
JESÚS!!! - svo gengur ekkert á Finna að segja hmm, aha, okey með tón sem ætti að segja flestum íslendingum að halda kjafti. En hér eru þetta venjuleg svör í samræðum... sem kemur mér mjög oft úr jafnvægi btw.
Hinn gaurinn hitti ég eldsnemma morguns á lestarstöð og hann fór að tjá mér að hann ynni við byggingarvinnu og hefði slasast daginn áður, væri á leið á spítala þar sem systir hann ynni. Hefði tekið leigubíl frá Rihimäki en hafði talið fljótlegra að skipta yfir í lest á þessum stað.
Skemmtilegar samræður við samlanda mína hérna?

Asíuferð frestað, nýtt sumarprógram óskast. Held samt ég geri eitthvað fátt og eyði í sparnað (hehe).
Jæja best að rumpa þessari þýðingu af....
Góða heilsu og fögnuð óska ég ykkur öllum!

tiistaina, huhtikuuta 03, 2007

Lintukorventie 2 N 153

Nú sitt ég, eða ligg öllu heldur í nýja rúminu mínu í íbúðinni sem ég flutti inn í núna í dag. Það er samt ekkert hérna nema rúmið og sófinn sem ég keypti í IKEA í gær og helmingurinn af því sem ég hef flutt með mér í ágúst og janúar. Því er ansi tómlegt hérna. En eftir 2-3 vikur rætist úr því, þá kemur allt stöfið sem ég á og hefur safnað ryki á Flúðum síðan ég flutti úr Hamrahlíðinni sjóleiðina hingað í landið þar sem ég ákveðið að ala manninn allavega næstu árinn (hver veit hvað svo gerist... kannski ég ákveði að flytja til Alaska).

Eins og ég hef að öllum líkindum tjáð hér áður átti ég að búa í skólanum sem ég er í til bráðabirgða, í mesta lagi 3 mánuði, þeir urðu næstum átta. Mikið hefur verið úldið að búa þar, í alvöru talað!!! Þunglyndisheimavist!

Var alla helgina á úrslitamóti í hjólastólabandí deildinni. Og skemmti mér meira en aldrei fyrr. Fékk útrás fyrir alla mánuðina sem ég er hef þurft að vera rólegur og ekki geta talað nógu marga í kaf, með því að öskra úr mér lungun í klappliðinu! Liðið okkar H.O.S (Helsinki Outsiders) gekk ekki alveg nógu vel, en það breytir því ekki að stemmingin var mögnuð.
Annarrs er fúlt hvað nýja íbúðin er óaðgengileg... vinkona mín var að spyrja hvenær innflutningspartýið yrði (hún er í hjólastóll) en dapur í bragði var ég að svara því til að það yrði ekki haldið. Meina það yrði svo asnalegt að halda partý þar sem fullt af fólk getur ekki mætt! En lofaði henni að halda sumarpartý úti... eins gott að draga eitthvað fram úr erminni með það þá.

Nú eru allir á Íslandi í páskafríi, sjö daga löngu! Heppnis fílar! hérna fáum við aðeins tvo daga, föstudaginn langa og annan í páskum.
Svo ég þarf að mæta í tíma klukkan átta í fyrramálið!
47 dagar í Helsinki-London-Thailand-Laos-Víetnam-Cambodia-Bangkok-London-Helsinki.

En hey, svefnsófi í boði fyrir alla sem koma til Espoo ;)