Lintukorventie 2 N 153
Nú sitt ég, eða ligg öllu heldur í nýja rúminu mínu í íbúðinni sem ég flutti inn í núna í dag. Það er samt ekkert hérna nema rúmið og sófinn sem ég keypti í IKEA í gær og helmingurinn af því sem ég hef flutt með mér í ágúst og janúar. Því er ansi tómlegt hérna. En eftir 2-3 vikur rætist úr því, þá kemur allt stöfið sem ég á og hefur safnað ryki á Flúðum síðan ég flutti úr Hamrahlíðinni sjóleiðina hingað í landið þar sem ég ákveðið að ala manninn allavega næstu árinn (hver veit hvað svo gerist... kannski ég ákveði að flytja til Alaska).
Eins og ég hef að öllum líkindum tjáð hér áður átti ég að búa í skólanum sem ég er í til bráðabirgða, í mesta lagi 3 mánuði, þeir urðu næstum átta. Mikið hefur verið úldið að búa þar, í alvöru talað!!! Þunglyndisheimavist!
Var alla helgina á úrslitamóti í hjólastólabandí deildinni. Og skemmti mér meira en aldrei fyrr. Fékk útrás fyrir alla mánuðina sem ég er hef þurft að vera rólegur og ekki geta talað nógu marga í kaf, með því að öskra úr mér lungun í klappliðinu! Liðið okkar H.O.S (Helsinki Outsiders) gekk ekki alveg nógu vel, en það breytir því ekki að stemmingin var mögnuð.
Annarrs er fúlt hvað nýja íbúðin er óaðgengileg... vinkona mín var að spyrja hvenær innflutningspartýið yrði (hún er í hjólastóll) en dapur í bragði var ég að svara því til að það yrði ekki haldið. Meina það yrði svo asnalegt að halda partý þar sem fullt af fólk getur ekki mætt! En lofaði henni að halda sumarpartý úti... eins gott að draga eitthvað fram úr erminni með það þá.
Nú eru allir á Íslandi í páskafríi, sjö daga löngu! Heppnis fílar! hérna fáum við aðeins tvo daga, föstudaginn langa og annan í páskum.
Svo ég þarf að mæta í tíma klukkan átta í fyrramálið!
47 dagar í Helsinki-London-Thailand-Laos-Víetnam-Cambodia-Bangkok-London-Helsinki.
En hey, svefnsófi í boði fyrir alla sem koma til Espoo ;)
2 Comments:
Til hamingju með nýja pleisið :D kannski ég taki þig á orðinu og kíki í heimsókn ;)
Jibbííí!!!
Lähetä kommentti
<< Home