Á heimferð
Ég trúi því varla, á laugardaginn verð ég kominn til Íslands!
Ég hlakka svo til!! Vona bara að þessi stormur sem spáð er á laugardaginn strandi mér ekki í London.
Ferðalagið Leppävaara-Flúðir mun taka a.m.k. 35 klst.. en gaman.
Þið sem eigið von á jólakortum frá mér verðið að reyna að afsaka hve seint þau koma! Þó ég sé búinn að skrifa þau öll fyrir nokkrum dögum hef ég ekki komist á pósthúsið vegna anna.
Hef verið að koma hlutum á hreint varðandi allt og ekkert næstu mánuði, og það lýtur út fyrir svakalega spennandi vorönn.
Líka gott að vita nákvæmlega hvernig hlutirnir verða og allt saman. Eitthvað annað en þegar ég kom í ágúst! Hlakka svo til að koma aftur.
Til að koma með jólastemmingna byrjaði að snjóa á mánudagskvöld! Og enn snjóar, újee.
Tvær jólastaðreyndir frá Finnlandi
> Jólasveinahefðirnar hérna eru alltof amerískar! Eini munurinn er að jólasveininn kemur og gefur börnunum gjafirnar á aðfangadagskveld.
> Öll jólaljós eru hvít eða blá (slaka á þjóðerniskenndinni) en hér og þar rauð en enginn mislit.
Hyvää joulua. Gleðilega jól og frasælt komandi ár til ykkar allra. Eigið afslöppuð jól.
Ég vill hitta alla! You know my number!
Ekki sprengja neitt af ykkur um áramótinn, sé ykkur aftur hérna á nýju ári.