Beautiful days
Það er búið að vera mega gott veður hérna fyrir austan!
Á þriðjudaginn var sportday eftir hádegi í skólanum. Fórum að vatni í nágrenninu (þar sem skuggalegt morð var framið fyrir fjörtíu árum). Veðrið var álíka og á fínum júlídegi á Íslandi. Eitt sem ég prófaði var strandblak aðlagað sjónskertum, hehe.
Vá hvað mér líður merkilega að fara tvisvar í viku að læra finnsku í háskólanum (maður er svo stór ef maður er í háskóla:Þ).
Mér ríkur fram í náminu, svaka gaman. Líka stemming í að vera í svona alþjóðlegum hóp. Þeir sem ég hef kynnst koma frá Eþjopíu, Rússlandi, Kína, New York og Úkraínu.
Já lífið er gott og flott.
Í fyrramálið fer ég í sjónþjálfun. Það verður spennandi!! Hef aldrei farið í slíkt enda er það eins og annað ekki í boðí á Íslandi, jaa smá en ekki neitt professional.
Og í dag byrjaði ég að læra enska blindraletrið en það er geðveikt flókið.
Mitä sinä opiskelet?
Minä opiskelen suomea ja pianon viritys.
Mitä kuuluu?
Hyvää, kiitos! Entä sinulle?