Vappu, vappu, vappu !
Vappu á fimmtudag. Svo lang stærsta djammkvöld ársins á þessum slóðum á miðvikudagkvöldið.. coming sooooon!!!
Allt í startholunum, maður getur snert stemminguna í samfélaginu. Ójá það vappu alright!
Bjórinn í kæli og Opalinn á sínum stað og búið að redda partý. Meira segja matarboð þar á undan.
Það er merkilegt hvernig vorið hérna kemur snöggt, einn daginn er hitastigið um eða undir frostmarki, nokkrum dögum síðar er það stokkið í 15 stigin. En merkilegra er að sjá hvernig allt lifnar við, borgin allt í einu iðar af fólki og lífi. Hvar í ósköpunum heldur fólk sig á vetunar?
En nú er gaman, sumarfrí eftir mánuð og meira að segja búið að opna skemmtigarðinn.
1. júní flytt ég líka út úr íbúðinni minni, set búslóðina í geymslu í bili. Er hvort sem er allt sumarið í burtu. Finn síðan eitthvað betra í rólegheitunum í haust. Fyrir utan að spara pening ákvað ég að flytja út a.s.a.p. þegar ég uppgötvaði að það býr mús eða mýs með mér hérna. Yäk, yäk. Hún hefur verið skírð músin Hoas.
Kannski nefnt það áður að ég fékk sumarvinnu við sumarbúðir. En uff ekkert smá stressaður fyrir það. Allt á finnsku. Á til dæmis að kenna leikræna tjáningu og stjórna einhverju og tala þar bara finnsku. Get það alveg en hef aldrei þurft að tala fyrir framan stóran hóp af fólki. En það verður allavega góð æfing!
Eftir það kem ég svo heim til Íslands, ójejj :) Lengsta stop síðan ég flutti út, kem 16. júlí og fer 9. ágúst. Verð líklega meira á Flúðum í byrjun og síðan í bænum. En sjáum til, langar að sjá alla sem fyrst. Farinn að sakna ykkar!
Allir eru farnir að vera svo duglegir við að blogga svo ég get ekki verið minni og varð að svara eftirspurn. En þetta er allt sem ég get boðið, hef einbeitt mér að skólanum sem mest svo það er fátt áhugavert að frétta. Dugleg að kommenta.
Hjalti out og mun djamma feitt í kvöld. Vappu vappu . . .