tiistaina, tammikuuta 29, 2008

Elliær

Nei bara grín....

Þakka allar afmæliskeðjunar, manni hlýnar alltaf um hjartarætur að sjá að einhver man en að maður sé til ;)
En ég veit að ég missti af þeim sem send voru í síma, þar sem mér tókst en og aftur að týna síma!!!! Þetta nær ekki nokkurri átt!
Nýjasta númerið mitt (ef einhver hefur áhuga) er: +358 449 579 951

En annarrs eyddi ég afmælisdeginum og sunnudeginum á námskeiði, um frumkvöðlaverkefni í Youth in Action áætluninni... jebb kominn í gamla formið ;) Jaa svo allavega að lifna við. Tökum þessu nú kannski samt rólega í þetta skptið!

Síðan réð ég aðstoðarmanneskju um daginn, hana Junko. Hún er frá Nepal ! Fynnst voða kúl að heyra um land eins og Nepal frá local manneskju!
Vissuði að það eru engar lestir í Nepal... Kína smíðaði reyndar fyrir þau sporvagna, en rútufyrirtækinn notfærðu sér spilta stjórnmálamenn til að koma í veg fyrir uppsetningu þeirra.

Jebb og hey... Takk fyrir jólafríið btw, var ótrúlega ánægður að hitta alla sem ég hitti og sorg ríkir vegna þeirra sem á fór á mis við!
Njótið vetrarins, þið eruð allavega ekki að drukkna úr slappi eins og við!!