Svoldið skrítið
Í fyrsta skiptið í 13 ár hef ég ekki verið samferða öðrum sem setjast á skólabekk eftir alltof stutt sumar. Það var kálf furðulegt að taka S$ einn morguninn í síðustu viku, fara út við Kringluna og vera samferða MHingum alveg upp að skólanum en taka síðan aðra beygu og fara að prenta út ráðstefnugögn á blindraletri. Ég hef nú samt komið þrisvar í heimsókn upp í skóla það sem af er annarinnar og þær verða fleiri.
Svo eru þessi haust alltaf eins, allt að komast í gang eftir sundurlaust sumar.
Nú ætla ég að þreyta ykkur með mínu vetrardagskrá.
> Vera í 9 einingum í FÁ (DAN103, ÍSL 503 og mann ekki síðasta)
> Píanó, tónlistarsaga og jafnvel hljóm/tónfræði í tónlistarskólanum
> Halda áfram í kór Langh.k. (ef ég tek því ekki að fá ekki boð að ég sé alltaf rekinn úr kór eftir fyrsta árið)
> Hópstjórast með Ný-ung til Finnlands í september
> Undirbúa eitthvað cool fyrir alþj.dag hvíta stafsins.
> Standa mig betur í því sem ég á að gera í Blindrafélaginu
> Fá kannski (vonandi) vinnu í Hinu Húsinu (við það sem ég geri nú í sjálfb.vinnu)
> Skipuleggja fjölþjóða ungmennaskipti með hressum krökkum næsta sumar á Íslandi. Fyrir blinda, framhald Tyrklandsverkefnisins
> Fara mun oftar austur að reyna að hjálpa til.
> Læra táknmál í samskiptamiðstöð
> Læra finnsku í símennt. Mímir
> Taka á móti daufblindum sjálfboðaliða frá Svíðþjóð.
> Djamma með mínum úperhressu vinum, oft!
> Reyna að halda vel upp á afmælið mitt.
> Reyna að komast inn í Arla blind institute í Espo, Finnlandi og undirbúa að flytja þangað.
> vinna meir í 'Nefnd menntamálaráðuneytisins um Evrópuár Evrópuráðsins 2005 um borgaravitund og lýðræði í skólastarfi.
> Og annað sem ég nenni ekki að nefna.
Jæja fólkið komiðá fundinn hérna á Hressó.
BÆ BÆ BÆ !!!