Ég frétti að það hefði tekist að setja inn póst (Eins og þið takið eftir). Og er maður þá kominn í hin mennigarþrungna hóp bloggara! Á eftir af fá hjálp við að gera þetta flottara en þetta er þó byrjun.
Dagurinn í dag er búinn að vera ágætur. Kom á réttum tíma í skólan! :-)
Eftir heimavinnutíma var íslenska. Ekkert markvert þaðan nema kennarinn fanst það mjög augljóst að Bjartur hefði gifst ráðskonunni til að þurfa ekki að borga henni laun!!!! Mjög áhugavert.
Annarrs var það merkilegast á þessum venjulega miðvikudegi að Edda fór að proffast í stærðfræði, takk Edda.
Ettir 5 daga á ég svo afmæli. Ég, Dísa, Bryndís og Sigrún erum að reyna að koma á sumarbúðstaðarafmælisferð í febrúar eða mars, semsagt fjórfalt afmæli. Ef einhver les þetta (er ekkert búinn að vera að auglýsa þetta) Þá óska ég viðkomandi alls hins besta.