torstaina, toukokuuta 10, 2007

Evróvision

Jebb og showið er í kvöld! Síðustu vikuna hef ég fengið ófáar spurningar sem og: 'Er allt brjálað vegna Eurovision?'. Það er svosem ekki mikið sem maður hefur orðið var við sirckusinn síðustu vikuna í Espoo, fyrir utan auglýsingar á öðrum hverjum strætó sem segir 'Ef þú borgaðir afnotagjöldin ert þú styrktaraðili Eurovision'. Fyrst ég uppfylli það, verði ykkur að góðu. Og áður en útsendingarnar byrja verða allir að segja 'Þessi útsending er í boði Hjalta' ;)
Annarrs hef ég tekið nokkrar myndir hér og þar þar sem Eurovision tengt drasl hefur verið fyrir mér!

Þessir fánar eru víst útum allt !

Og þessir skjáir eru víð og dreif um miðbæijinn og þar rúlla öll myndböndinn

Eurovisionklúbburinn. Venjulega hýsir þetta hús djamm háskólastúdenta en núna hefur þessi góði staður verið vanhelgaður eins og myndin ber með sér. Mikill brandari hér í borg að allir erlendu blaðamenn bera fréttir af því hvað gerist í 'Vanha' enda heitir húsið Vanha Yliopistotalo en Vanha þýðir bara gamla eða gamli svo það meikar engan sens

Eurovisionþorpið fyrir utan Kampi! Hérna slekji ég sólina á góðviðrisdögum ásamt öðrum æskulýð. En núna er búið að setja upp þorb með alskonar Ev. tegndu drasli!

Meðal er þar hægt að kaupa minnjagripi!!! Hver gerir það?

Og svið! Þarna er einn keppandi sem tók lagið! Veit einhver hver hann er? I have no clue! En af kynningu að dæma voru allir að bíða eftir næstu atriðum keppendum frá Danaveldi og Spáni!

Einnig er hægt að taka Eurovision karaoki!!!

Þetta og karaokið er í sambandi við Evrópuár jafnra tækifæra! Sem mikið hefur verið hampað hérna í tengslum við all drasli.

Síðan var mér að berast það til eyrna að Móldavska söngkonan var á öllum slúðurblaðsforsíðum í dag! Eitthvað þykkir outfitið hennar ofefnislítið.
Bannað að kjósa Svíðþjóð annarrs móðgiði hostlandið gríðarlega! Ef ég frétti að Ísland hafi gefið Svíðþjóð 12 stig mun ég aflýsa heimferð minni um jólinn!!!
Hvernig fannst ykkur Finnland standa sig í þessu? (verið viðbúinn að fá þessa spruningu frá finnum næstu mánuði!) Annarrs verð ég sáttur á miðvikudaginn þegar sirkusinn yfirgefur okkar fögru borg!

3 Comments:

At 7:22 ip., Anonymous Anonyymi said...

Hæ Hjalti, mér fannst Finnarnir standa sig vel. Allir eru hágrátandi vegna Eiríks Haukssonar UHUHUHU...var að taka síðasta prófið bara eftir 2-3 upptökupróf...Lilja H.móðursystir

 
At 1:01 ip., Blogger Sigrún said...

Nú VERÐURU að koma heim úr því að við gáfum Finnum 12 stig ;) helst strax í sumar ;D

 
At 10:02 ap., Blogger Hjalti said...

Jááá. En gott hjá ykkur ;) Annarrs frétti ég ad Eiki hefdi fengid 12 stig frá Finnlandi! Ég kom ekki nálaegt tessu samsaeri!

 

Lähetä kommentti

<< Home