Vappu - Vappu
Jáhá, en líður langt á milli fræslna hérna, en það var ekkert til að segja frá svo þið misstuð af engu. Byrjaði að skrifa þessa þó fyrir nokkrum dögum en þá var einhver ritstífla.
Í síðustu viku fór ég að skoða svona 'Alþjóðahús' í Helsinki, ekki seinna væna eftir átta mánuði sko. Og skráði mig meira segja á Finnsku samskiptanámskeið í júní hjá þeim.
Föstudaginn í sömu viku fór ég svo í okkar ástkæra móðurlands sendiráð og kaus í alþingiskostningunum, kaus meira að segja rétt. En þar var bara eina manneskju að finna því það var svo frábært veður að alllir voru úti að njóta þess. Það var reyndar ekki þverfótað fyrir fólki í bænum, enda besti dagur vorsins til þessa.
Í nýliðri viku var svo 1. maí, Vappu! Sem er svaka stór thing hér. Á 30. apríl er fjölskylduhátíð sem er í rauninni þeirra 17. júní með tilheyrandi gasblöðrum og unglingjadrykkju. Einnig eru borðaðir kleinuhringir með sykri OG drukkinn drykkur kallaður Sima sem er ógggeeððslegur! En allir þamba þetta og kalla þetta víkingadrykk... eee
Fór í vappupartí til Sailu og Railu, það var ágættis stuð enda djamma ég alltof alltof sjaldan! En það hefði kannski þurft að vera aðeins meira action fyrir mig! Fór svo í eitthvað eftirpartý sem var drepleiðinlegt en það var þess virði þegar ég labbaði í gegnum miðbæinn á leiðinni heim um 4 að morgni til!
Heimferðinn var líka ævintýraleg, ég villtist svona fimm sinnum. Hefði kannski átt að halda mig við leigubílaröðina við lestarstöðina, neii hún var bara lengra en ALLT!
Og miðvikudaginn fór ég eyddi fullt af pening í Gigantti (fin. elko) keypti myndlykil og dvdspilara en það er nú ekki merkilegt heldur að ég keypti myndavél ;) og get farið að vera svo gelgjulegur að vera með myndashow, 'Líf mitt í Finnlandi' hehe. Það yrði á enska blogginu mínu HÉR
Í gær var ég niðríbæ og varð tvisvar næstum búinn að labba fyrir Eurovision sporvagninn sem er farinn að sportast um teina sem eru almennt ekki notaðir! Asna Eurovision. Enda er fólk hérna meira með hugan við HM í íshokkí!!
Lofa færslu fljótlega! Sérstaklega ef þið verðið dugleg að kommenta!
<< Home