lauantaina, syyskuuta 25, 2004

Seinbúinn ferðasaga

Var að lesa ferðasöguna hennar Önnu Guðrúnar til Danmerkur og langaði allt í einu að deila með ykkur minni til Finnlands (veit að sumir fara að verða búnir að fá nóg af því en... þetta er mín síða!)
Allavega þá byrjar hún mánudaginn 13. sept kl. 4 þegar ég labbaði á stað frá Hamrahlíð 17 og tók stefnuna á BSÍ náði þar 4:45 rútunni til Keflavíkur og var fyrstur af hópnum þanngað. Síðan versluðum við smá fyrir alþjóðlega kvöldið, skyr og sambó lakkrís. Þá var komið að fyrstu flugferðinni. Þar sem 6 af 13 eru í hjólastól er það nú aðeins snúnara en venjulega. Komu fílsterkir flugvallarstarfsmenn og hjálpa við að koma okkur á sinn stað. Ein úr hópnum þarf að sittja á Bissnes class (ekki alltaf slæmt að vera fatlaður;)). Eftir 3 tíma og korter lentum við í Finnlandi. Eins og síðast er vélinn bara úti á stæði með stiga niður á jörð svo að það tók dágóðan tíma að koma okkur út eftir að aðrir farðþegar voru þegar farnir. Þegar við komum út tók Juha á móti okkur, youth workerinn sem sér um verkefnið fyrir Finnlands hönd. Ég þekkti hann frá námskeiðinu í Noregi í mars. Við rútuna hittum við Austurríska hópinn og tekið var við að ferma rútuna en með um 13 hjólastóla tekur það tíma þó þetta sé sérútbúinn rúta með lyftu og allt. Ég fékk svona góða 'kominn heim' tilfinngu að vera kominn aftur til Finnlands!! Svo var 2 og hálfs tíma asktur á staðinn sem við vorum á sem er rétt fyrir utan Turku. Aðeins nokkur hús og auðvitað sauna. Mjög fallegur staður sem stendur við vatn, suprise, suprise. Og skógur í kring, EN furðulegra :P Þar hittum við restina af finnunum og fórum í smá kynningarleik. Alltaf gaman að láta útlendinga bera fram nafnið sitt!!
Þriðjudagurinn var tekinn nokkuð rólega. En farinn í fleiri kynningarleiki. Farið yfir dagskrána. Skipt í hópa sem fengu sitt hvert verkefnið, finna til kvöldhressingar, skipuleggja kveðjupartý, skipuleggja frítíman og fleira.
Farið var til Turku á miðvikudaginn. Byrjað í háskólanum, að kynna sér aðgengisáætlunina þeirra. Fyrst var fyrirlestur frá konrektornum og einum nemenda. Ég var látinn í það að þýða yfir á íslensku. Það var EKKI auðvelt og efast um að það hafi meikað mikinn sens hjá mér!! Fórum í frekkar skrítna og stutta útsýnisrúnt um háskólasvæðið og borðuðum síðan í mötuneyti hans. Svo var okkur skipt í 5 hópa og farið að skoða borgina og versla. Síðan var snætt á Hesburger, finskri hamborgarakeðju. Um kvöldið fékk ég það áhugaverða verkefni að standa fyrir boccia keppni!!
Á fimmtudeginum kom kynlífsráðgjafi. Miklar umræður voru og miklar tilfinningar í loftinu sem yfirbuguðu nokkra. Um kvöldið fór austurrísku krakkarnir loksins að blandast almennilega. Enda búið að skapa mjög afslappað andrúmsloft. Mjög eftirminnanlegur dagur!
Föstudagurinn fór einnig í sambönd og slíkt. Um kvöldið var síðan alþjóðlega kvöldið þar sem hvert land var með þjóðlegan mat og skemmtiatriði. Veit ekki hvort okkar mæti kalla skemmtiatriði, sungum þjóðsönginn!!! Mikil skemmtun þarna líka. Farið í danskeppni þar sem fólk var parað saman. Við Melle (örugglega vitlaust skrifað) unnum ekki, dómaraskandall!!
Fórum til Helsinki á laugardeginum, vorum 4 og hálfan tíma í rútunni á leiðinni og í skoðunarferð. Tina sem satt við hliðina á mér og talaði ekki mikla ensku hefur örugglega verið að deyja úr leiðindum!! Svo fórum við í stærstu verslunarmiðstöð norðurlandanna, Itäkeskus. Þar hitti ég Anu, hún var líka á námskeiðinu í Noregi. Hún byrjaði á því að faðma mig og óska mér til hamingju með "rómansinn". Þar var það ljóst, ég hitti ekki ein Finna í þessari ferð sem ekki vissi hvað ég gerði í sumar!!!
Tókum smá Tarsan leik á leiðinni heim, þeir sem ekki voru búnir að missa álit á mér fyrir gerðu það örugglega þarna!!
Sunnudagurinn var tekinn rólega, farið yfir vikuna, rætt um aðgengi og borið saman milli landa. Var að túlka þetta líka, mikill hausverkur!! Síðan var kveðjupartýið. Gáfum öllum, þú er öryrki bolinn. Fæstir fóru að sofa, því að við fórum af stað 3 eftir miðnæti að staðartíma. Endaði í vatnsslag um 1, ég varð ágætlega blautur... og náði að hefna mín, muhaha.
Eins og áður sagði gekk heimferðinn upp og ofan og tók 18 klukkutíma. Það var erfitt að kveðja, kynntist 20-30 frábærum einstaklingum. Sérstaklega þótti mér væntum um þátttakendunar frá Austurríki.

Flest kvöld var kveikt upp í arni fyrir utan, tekinn upp gítar, bjór og stemming. Aðrir voru inni að ræða saman allt á milli himins og jarðar. Margt ansi alvarlegt!
Svo með öðrum orðum, þetta var ótrúleg vika.

Þetta var lengsti póstur sem ég hef skrifað. Veit ekki hvort einhver hélt út að lesa hann allan!!!

3 Comments:

At 9:51 ip., Anonymous Anonyymi said...

Great site loved it alot, will come back and visit again.
»

 
At 9:53 ip., Anonymous Anonyymi said...

Greets to the webmaster of this wonderful site! Keep up the good work. Thanks.
»

 
At 10:25 ip., Anonymous Anonyymi said...

Very pretty site! Keep working. thnx!
»

 

Lähetä kommentti

<< Home