Enn einn pósturinn
Þetta er góður dagur, talvan mín er kominn úr viðgerð og ég fann lyklana mína! En mikið er dýrt að láta gera við tölvur. Ég fór með mína niður í Nýherja til að láta strauja hana. Sem sagt vegna vírusa þurfti að þurkka allt út af henni og setja upp windows. Ætti ekki að vera mikið verk en það kostaði meira en 11 þúsund. Grrrr hata þetta, sérstaklega vegna þess að ég hef enganveginn efni á þessu. Orðinn sannur Íslendingur með skuldasúpu! En nóg af tuði!!!
Er á kafi í því að ná upp því sem ég missti af í skólanum meðan ég var í Finnlandi. Og síðan endalausir fundir og fleiri fundir. Og svo er fólk að segja að þeir séu ekki cool !!! Er ekki cool að fara á stofnfund hins íslenska æskulýðsvetfangs og kynningarfund um ungmennaáætlun Evrópusambandsins 2007 til 2013. Eða með aðstoðarmanni borgarstjóra og borgarverkfræðingi!! Nei veit, ekkert spennandi en svona er að geta ekki sagt nei!!! Og þetta er bara smá sýnishorn. En ef ég hefði ekki svona mikið að gera mundi ég vera að kvarta um að hafa of lítið að gera!! En verra er að fólk er að segja að Finnland sé ekki cool. Hvaða vitlesa er það. Ef þér fynst Finnland frábært endilega commentaðu um það en ef þú ert þröngsýn(n) skaltu hunskast af síðunni minni!!!!!
4 Comments:
Very pretty design! Keep up the good work. Thanks.
»
Hallo I absolutely adore your site. You have beautiful graphics I have ever seen.
»
Really amazing! Useful information. All the best.
»
I love your website. It has a lot of great pictures and is very informative.
»
Lähetä kommentti
<< Home