Suomessa on puhdas ilma
Það er hláka, snjórinn að bráðna. En það er skammur vermir, á mánudaginn 10 stiga frost á ný og þaðan af bara tölur niðurávið. Það verður "frábært" hálfbráðnaður snjór sem frýs aftur, þessi staður er stundum ekkert svo ósvipaður heimaslóðum.
Í júlí verðum við með tónlistarungmennaskipti hérna í landi kóra og fagura tóna.
Og ég er með í undirbúningnum, mikið gaman að taka þátt án þess að þurfa að halda utan um draslið. Þátttökulöndin eru auk Finnlands og auðvitað Íslands, Eistland, Þýskaland, Pólland og Ítalía.
Svo ég verð að taka ferjuna til Tallinn og læra smá Eistnesku í leiðinni.
Láta Mörtu kenna mér eitthvað á pólsku, Leif smá þýsku og Eddu eitthvað sniðugt á ítölsku.
Í finnskutíma í háskólanum á miðvikudaginn var sessunautur minn dani! Og daginn eftir átta liða úrslitin vorum við ekki alveg sátt. Töluðum held ég meira um handbolta en um það sem við áttuma að vera að gera! Fundum samt skilning hjá hve öðru vegna almenns áhugaleysis og vankunnáttu fólks í Finnlandi á þessari göfugu íþrótt.
En landsliðið okkar er búið að vera frábært, lífgað svo um munar upp á þessar tvær vikur.
4 Comments:
aber selbstverständlich!
Jáhá.. Þvílíkt hrognamál ;)
já.. æti maður gæti fengið vinnu þarna þar sem maður talar ítölsku og íslensku?? ;)
spero proprio di si! :D
Það á örugglega eftir að ráða fylgdarmenn íslenska hópsins, ef þú hefur áhuga get ég komið þér í samband við rétta fólkið ;)
Lähetä kommentti
<< Home