torstaina, lokakuuta 26, 2006

Less then 2 months

Já minna en tveir mánuðir í að ég komi aftur úr lengstu útilegu minni hingað til.
Ég er að skipuleggja þetta í rólegheitunum núna, þýðir ekkert að segja ykkur það núna. Þið verðið hvort sem er buinn að gleyma því.
En í stuttu máli kem ég 23. desember og fer 7. janúar. Og ef svo furðulega vill til að einhver vill hitta mig or do something. Þá verð ég sirca Í Reykjavík í kringum áramótinn og siðustu tvo, þrjá dagana. Já eins og má heyra er ég nokkuð spenntur fyrir að komast heim. Svo margt sem ég á eftir að ganga frá og svo margir sem mig langar að hitta. Grunar að þetta verið frekkar stíft program... well or not.
Síðan er farinn að pæla smá í næsta sumri. Getur verið að ég taki þátt í að undirbúa alþjóðlegar sumarbúðir hérna í landi frosts og kulda. Svo er ég að skoða alkonar sjálfboðaliðaverkefni. Sérstaklega utan Evrópu og Norður-Ameríku. Ótrúlega margt í gangi þegar maður fer og kannar þetta!

Svo er ég kominn með finnsk símanúmer. Nota enþá það íslenska i smátima. En siðan mun ég bara nota það þegar ég er á Íslandi. Ef þið viljið fá það látið mig þá vita, t.d. í kommenti.. Keypti mér lika síma fyrir það. Ógeðslega cool. Meira segja með svona myndavéladrasli..
Bráðum kemur frostið til suður Finnlands og þá kólnar hratt. ég fékk send hlý föt að heiman um daginn. En held að ég verði lika að fjárfesta smá svo ég krókni ekki.

Kallið út almannavarnir. Hjalti kemur eftir tæpa tvo mánuði...

9 Comments:

At 10:54 ap., Anonymous Anonyymi said...

JEIJ!!! Það verður sko partý þegar Hjalti kemur heim!! búðu þig undir læti ;)

 
At 2:53 ip., Blogger Salóme Mist said...

http://mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1230869

Alveg bannað að krókna úr kulda.. klæddu þig vel!
Mátt alveg senda mér þetta símanúmer e-r tímann... Ég er meira kúl en þú samt, með gsm nr í þremur löndum ;P

Hlakka til að sjá þig á klakanum í des/jan! :)

 
At 3:28 ip., Blogger Sölvi said...

Húrra húrra húrra! Ég var einmitt að hugsa um hvort þú myndir ekki koma heim bara fyrr í dag. Húrra húrra húrra!!

 
At 4:25 ip., Blogger Hjalti said...

Hehe... takk fyrir goðar viðtökur. Hlakka til að sjá ykkur öll. Reyni að verða við öllu búinn. Mér finnst nogu flókið að vera með tvö númer...

 
At 12:32 ap., Anonymous Anonyymi said...

Frábært!!! :) 23. des er svo seint samt, vona að flugvélin bili ekki or something

 
At 9:07 ap., Blogger Hjalti said...

Já :/ en svona er jólafríið hérna, Þorláksmessa er fyrsti frídagurinn.

 
At 11:36 ip., Anonymous Anonyymi said...

Þú lætur mig bara vita ef tu tarft flugmann til að sækja þig...hehe.

 
At 2:01 ip., Anonymous Anonyymi said...

þú þyrftir samt að koma helst 21. des því þá er útskriftar/20ára ammælis partý hjá mér ;);)

 
At 10:30 ap., Blogger Hjalti said...

Æææ vildi vera þar!! :(:(
Kannski ég fái Lóu til að ná í mig fyrir það og skutla mer aftur i skolan 22. ;) hehehe

 

Lähetä kommentti

<< Home