Siðmenntað líf
Finnar meiga eiga það að þeir kunna að gera grín af sér og sínum. Eitt olíufélagið er með sjónvarpsauglýsingu þar sem er verið að gera grín af Kimi Räkoninen (formúlu 1 gaurinn) Þó ég antiformúluaðdáandi hef ég séð viðtöl við hann í fréttunum (sérstaklega finnskum fréttum) og maðurinn talar beinlínis ekki frá sér allt vit. Og auglýsingarnar eru snilld því þetta er svo skýrt hjá leikaranum auk þess að hann talar finnska-ensku dauðans. Ómerkilegar upplýsingar en ég hlæ að þessari auglysingu í hvert einasta skipti. Fýla finnskan húmor og þeir kunna sko að gera fínar auglýsingar!
Ég gerðist mjög menningarlegur á mánudaginn þegar ég lét draga mig á tónleika í Sibelius akademíuni. Canto del caballero. Spænks klassísk tónlist. Mjög áhugaverðir og skemmtilegir kammertónleikar. Í þessari viku er semsagt spænsk vika í akademíuni. Kannski ég skelli mér á aðra á fimmtudag eða föstudag.
Í næstu viku er síðan kórhátíð í Espoo. Mikið af áhugaverðu þar í gangi einnig. En það eru allavega eitt sem ég er ákveðinn að kíkja á, The Tbilisi Ensemble - Georgian music from past centuries eða -Georgian Folksongs. Bara eftir á að ákveða hvorra!
Á laugardaginn er mér boðið á æskulýðsvetfang finnsku Blindrasamtakanna. Svaka flott, fæ sérherbergi með sturtu, einka gestgjafa og þýðara. Ekkert smá. Hef heyrt svo margar sögur af þessu forum í gegnum síðustu tvö ár og því gaman að sjá herlegheitin með eigin augum. Þekki líka slatta af fólki þarna og vinkona mín er ein af þeim sem sér um allt saman. Svo líka gaman að kynnat nýju fólki.
En já ég byrja semsagt í vetrafríinu á föstudaginn og ætla að nýta restina (eftir forum-ið og noregsferðina) í charging the batterys og skoða borgina sem maður býr víst í. Hef ekki komið í miðbæ Espoo...
Mæli með myndinni The Prairie Home Companion...
5 Comments:
Oohhh... hvað mig langar að koma með á þennan georgíska kór, sérstaklega þjóðlagatónleikana! Viltu ekki bara fá mig í heimsókn?
rosagaman hjá þer. Er að draga mömmu þína með í menningarreisu til Akureyrar, heldurðu að það verði ekki gaman ???
Lilja
Auðvitað vill ég fá þig í heimsókn...!!!!!!!
Gott hjá þér ;) Það verður ötugglega svaka gaman. Hagið ykkur bara skikamlega!!
Ég er orðin geðveikt dugleg að blogga hjalti, bæði á blogspot og myspace...:)
Á ekkert að blogga um yfirtöku ofurkúanna í Nokia stígvélunum... we wan't detailes ;)
Lähetä kommentti
<< Home