perjantaina, kesäkuuta 23, 2006

Menningarmunnur beint í æð

Ég er núna að byrja að vinnu úr skráningum á ungmennaskiptinn Breaking the Boundaries of Blindness sem ég er búinn að vera undirbúa ásamt öðrum í vetur, en verð svo ekki með á :(.

Fyrsta landið er Tyrkland, sem sker sig úr hópnum hvað þjóðtrú ræðir.
Það kom mér ekki á óvart beiðnin um sérstakt matarræði og kröfunar um hvernig hann er unninn og eldaður.
En ég rak upp stór augu þegar beðið er um að ef farið verði sund fari kyninn á sitt hvorum tímanum í sund eða við útvegum tvær sundlaugar. En ég er þá búinn að læra nýjan hlut varðandi menningu Íslamstrúaðra.
Reyndar fá allir þátttakendur sundkort í Laugardalslaugina og geta farið þangað í frítíma sínum. Og vinir mínir frá Tyrklandi verða því að velja milli þess að fara ekki í sund eða fylgja íslenskri menningu.
Þetta hljómaði frekkar fordómafullt en þegar ég var í þeirra landi tók ég að mér finnst tillit til þeirra menningar. Borðaði aðeins Íslams staðlaðan mat, fór eftir klæðareglum og lét fara lítið fyrir mér og mínum hóp meðan þeir fóru að biðja.
Þannig einginn aukasundlaug.

Vill samt taka fram að þessari færslu er ekki ætla að gera lítið úr trúarbrögðum eða óskum þessara einstaklinga! Just thoughs I had to publish!