tiistaina, toukokuuta 30, 2006

Gegn ofbeldi! Gegn Sjálfstæðisflokkinum!

Nú þarf ég að fara að taka skipanir frá Sjálfstæðisandskotum! Held ég fari bara að vinna fyrir ÍTH í stað ÍTR.
Samt sáttur að því leyti að mér finnst að það eigi að skipta um stjórn á 8-12 ára fresti og er því að vona að það verði uppá í þingkostningunum á næsta ári.

Kostingarnar fóru eins og ljóst var í Hrunamannahreppi, H-listinn hélt meirihlutanum, fékk 59,69% atkvæða (3) en Á-listinn fékk 40.31% (2). Í síðustu kostningum fékk H-listinn reyndar uppundir 70%.
Og þessi 3 atkvæði sem framsóknarflokknum vantaði í Rangarþingi eystra þýðir líklega ekki bara að Ísólfur Gylfi verði ekki sveitastjóri þar heldur gegni því starfi áfram hjá okkur. Það var reynda BTW á stefnuskrá minnihlutans að sveitastjórinn yrði að hafa lögheimili í sveitarfélaginu.
Svona fyrst við erum að tala um Flúðir þá fara hús að rísa í nýja hverfinu í næsta mánuði. Að hugsa sér að Vestra-Hofahverfið þar sem aðeins var eitt hús þegar ég bjó enþá fyrir austan sé fullbyggt núna! Já nýja hverfið heitir semsagt Eystra-Hofahverfið. Frumlegt!!!!
Gæti skrifað heilla færslu síðan um kostningarnar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og nýjustu hreyfingar í sameiningarmálum. En ykkar vegna sleppi ég því.

Eitt en með kostningarnar! Ég hló og hló og hló þegar ég fór að kynna mér stefnumálinn á kjördag! Á-listinn vildi "Færa Flúðaflugvöllinn" hehehehe

P.S. Titill eru þau tvö lífsmottó sem ég tók upp í 9. bekk.

4 Comments:

At 1:49 ap., Blogger hukkatyttö said...

so, what are the 2 mottos in English?

asks the linguistically inapt Finn from the US :)

 
At 8:37 ap., Anonymous Anonyymi said...

Hvaða hvaða... hvers eiga aumingja Sjálfstæðismenn að gjalda... ;)

 
At 11:31 ap., Anonymous Anonyymi said...

Sko...ég sá bara eitthvað kosningar og þá sleppti ég því að lesa bloggið þitt! Vil hlýfa tölvunni minni frá ælu! :o/ En þó ég hafi ekki lesið bloggið þá ákvað ég nú að kvitta;)
Bannað að missa af öðru partýi;)

 
At 9:09 ip., Blogger Hjalti said...

Kristrún og ég sem var líka að tala um Hvolsvöll! Lofa að mæta næst!

Aumingja Sjálfstæðismenn, puff!

Against violence!
Against The Conservative party!

 

Lähetä kommentti

<< Home