Nýtt upphaf.... aftur
Fyrir tæplega fjórum árum breytist flest í lífi mínu á einni viku,
ég var kominn með nýtt heimili á nýjum stað, nýjan skóla, þekkti engann, tapaði smá saman tegnslum við gamla vini og kunningja og tókst á við nýja stöðu í lífinu..
Smá saman mótaðist líf mitt eins og það er í dag, með góðri aðstoð fólks tókst ég á við aðstæðurnar og lærði að bjarga mér með nýjum aðferðum. Kynnist fólki sem ég kalla vini mína í dag og er svo þakklátur fyrir. Veit ekki hvort þetta fólk átti sig á því hvað það hafi hjálpað mér mikið. Án þess hefði ég líklega lokað mig af og gefist upp, oft hef ég verið svo nálægt því. Einnig sýnt mér og sannfært mig um að ég gæti gert hluti sem ég hélt að minn nýji raunveruleiki gerði ókleift.
En síðar ofmentaðist ég í því að ég gæti gert ALLT og hef eytt tveim árum í að gera ýmislegt ég rauninni ræð ekkert við.. og ég er þreyttur...
... og nú er komið að nýju upphafi ...
Í annað skiptið yfirgef ég allt sem ég kalla líf mitt, umhverfi, vini...
Þegar ég lýt aftur furða ég mig á hve mikið ég/við höfum gert á fjórum árum, svo margar minningar...
Föstudagurinn nálgast of hratt..
4 Comments:
við munum sakna þín mjög mikið hjalti minn!! :'(
takk fyrir allt sem við erum búin að gera síðustu 4 ár!!! þú ert bestur!!
hjalti the blind, the best you can find! ;)
Við munum sakna þín svo mikið! Þú verður að koma heim reglulega! Við reynum náttúrulega að koma til Finnlands líka, en hitt er einhvernvegin effektívara, fleiri í einu.
Ég mun sakna ykkar ótrúlega!! Auðvitað kem ég heim reglulega:)
Enda eruð þið of frábær!
Svo djúpt svo djúpt... Hjalti þín verður saknað, annað er alls ekki hægt að segja. Þú verður að vera duglegur að blogga og koma í heimsókn, ég hef reyndar enga trú á öðru (allavegana með það síðarnefnda) :) Moi Moi!
Lähetä kommentti
<< Home