Á vegamótum
Í dag er dagur tímamóta....
... Dísa mega stuð á afmæli dag sem minnir mann á það við erum öll að verða svo fullorðinn (dæss).
... Frumsýning Öryrkjans Ósigrandi var áðan, endalokinn á stóru verkefni sem skillur eftir sig sviðna jörð og minnir mig á það að smá saman fara að koma að fleiri endapunktum á ýmsum vígstöðvum lífs míns og styttist í það að ég taki langþráða U beygju og hætti þessu rugli!
Ef ég horfi aftur um 3 og hálft ár sé ég svo margt, ég hef komið svo víða við og kynnst svo mörgum, og læra ótalmargt. En nú er ég algjörlega að verða bensínlaus og búinn á því... 10 tíma + vinnudagar upp á hvern einsasta dag hafa gert það að verkum að ég á ekkert einkalíf, sé vini mína sjaldnar en samstarfsfólk í hinum enda heimsálfunar... (svona næstum). Já nú er samt byrjuð þessi langa beygja þar sem ég hætti þessum lífsháttum en það er bara ekki einfalt. Maður hopar bara ekki bara út.
Já vegir liggja til flestra átta og erfitt að velja, en erfiðra að reyna að fara marga í einu.
1 Comments:
Your website has a useful information for beginners like me.
»
Lähetä kommentti
<< Home