perjantaina, joulukuuta 09, 2005

Taka 2

Ég kom heim frá European Youth Week 2005 í gær. Og ætla deila með ykkur litlu ævintýri sem ég lenti í síðustu nóttina.
Við komum upp á hostel um 9-10 um kvöldið fyrir heimferð. Ég var eitthvað að tilla og spjalla við liðið til örugglega miðnættis. Þá var ég ekkert þreyttur og ákvað að taka kvöldgöngu um hjarta Evrópu, Brussel.
Fór út götuna sem hostelið er við inn á aðal verslunargötuna og svo fyrstu beygju til hægri (ekkert flókið svo ég kæmist heim).
Þar rekst ég á svona stiga niður í Metro/sporvagnastöð. Ég hafði heyrt áður og fólk var þarna að benda mér á hvað þær eru blindraaðgengilegar svo ég ákvað að skoða þetta. Og vá þær eru það sko.
Svona upphleipt á gólfinu og allstaðar standar með merkingum og útskýringum á blindraletri. Ég var í essinu mínu að taka þetta út... ...þá er sagt eitthvað í hátalarakerfi á frönsku og flæmsku (skildi hvorugt) Svo heyrðist hljóð sem ég veit núna hvað er og hefði sjáandi hefðu tekið eftir, ég hélt bara þarna að þetta væri eitthvað eðlilegt. Var í dágóða stund í viðbót að ráfa þarna. Svo ætla ég aftir út og þá er bara lokað! (það var semsagt hljóðið). Ég hafði ekkert verið að hafa áhuggjur af svoleiðis, í Helskinki ganga sporvagnarnir alla nóttina.
Ég fór um alla sporvagnastöðina og allstaðar var lokað, svo fór ég eftir endalausri rúlubraut og komst í neðanjarðarlestastöðina og þar var líka allt lokað. Fór aftur í sporvagnahlutan. Var þarna örugglega búinn að vera lokaðu inni í allavega hálftíma. Fann á endanum tíkallasíma og ýtti á alla auka taka á honum og rödd þakkaði fyrir að velja þetta fyritæki, blaðraði um opnunartíma en loksins guppaði út úr sér að í neiðartilvikum væri neyðarhnappur. Leitaði að honum mjög lengi og ýtti á alla takka sem á leið minni voru, loksins kom hringihljóð úr einu tækinu og gaur sem ekki talar ensku svaraði. Fékk svo að tala við enskumælandi sem sendi hjálp. Eftir 5 mínútur komu tveir skuggalegir öryggisverðir sem tóku mig hryðjuverka yfirherslu um veru mína þarna og í Brussel yfir höfuð. Ég þurfti að sína þeim 4 silríkji og herbergiskortið áður en þeir hleyptu mér út!

Þetta er gaman að segja frá núna en á meðan var þetta ekki gaman, ef ég hefði þurft að bíða eftir opnun hefði ég misst af flugi.. og var símalaus.

6 Comments:

At 4:50 ip., Blogger Dísadís said...

Sjitt Hjalti, ég hefði fríkað út ef ég hefði lent í einhverju svona!

 
At 6:08 ip., Blogger Salóme Mist said...

Arg! Greyið! Ég hefði fengið taugaáfall og hjartaáfall og ég veit ekki hvað við að lenda í svona... úff... Gott að þú komst út og misstir ekki af fluginu!
Þetta var sannkallað ævintýri samt!

 
At 4:08 ip., Anonymous Anonyymi said...

OJ! ! ! hjalti þú verður vonandi seint hryðjuverkamaður... en þarna er aðgengið allavegana það gott að blindir geta léttilega verið hryðjuverkamenn ! kallarnir eru örugglega búnir að lenda í slíkum

 
At 12:00 ap., Blogger Hjalti said...

Ég fékk líka panik, lyftutónlistinn þarna inni gerði samt sitt gang. Já Bryndís, örugglega. Samt var blindur bílþjófur mjög kræfur í Bretlandi fyrir svona ári síðan

 
At 9:52 ip., Anonymous Anonyymi said...

Great site lots of usefull infomation here.
»

 
At 12:06 ap., Anonymous Anonyymi said...

Greets to the webmaster of this wonderful site! Keep up the good work. Thanks.
»

 

Lähetä kommentti

<< Home