Dvergabakki 32, 109 Reykjvík – European Youth Center, F-67000 Strasbourg Wacken
Þetta er ferðasagan mín til Strasbourgar 26.10.05. Ég efast um að einhverjum þykki þetta áhugavert en mér langar að eiga lýsingu á þessu.
Ég held að ég hafi aldrei byrjað að pakka þegar ég fer til útlanda fyrr en nokkrum klukkutímum fyrir brottför. Og nú var sko ekki brugðið útaf vananum. Kom heim um half ellefuleytið á þriðjudagskvöldið og byrjaði þá að spá að gera mig ready!
Á þess að sofa lagði ég af stað á móts við 5:20 flugrútuna frá Mjódd.
Mér fannst nú bara mikið að fólki í Leifsstöð miðað við að það er lok október! Og ég hitti bara fullt á fólki þarna í morgunsárið.
Ekki var verra að Kaupmannahafnarvélin fór frá aðal-gate-inu, númer 11!
Ég svaf á leiðinni til ‘Köpen’, eða reyndi það. Varð fyrir mikilli truflun frá ófyrirferðarlítilli konu sem ég held að hafi verið að leysa krossgátur allan tímann.
Þetta var í 5 sinn sem ég fer í gegnum Kastrup síðan í ágúst og ég því búinn að kynnast því að inni í flugstöðinni er lítið um ættan mat! Notaði þær 90 mínútur sem ég hafði til að finna töskufæriböndinn. Ljúga þar að starfsmanni að ég væri farangurslaus og verið væri að bíða eftir mér fyrir utan! Þaðan rataði ég á Burger King (búinn að ver of oft þarna). Já það segir ýmislegt um flugvallarmat að Burger King heillar mest.
Síðan fór ég aftur inn, réðst á saklausa, óþekkta danska konu og lét hana fynna út hvað gate ég væri að fara að og hvernig ég fyndi B-álmuna. Síðan heyrði ég síðustu íslensku setninguna þennan daginn, “En mamma, ég er ekki búinn með peningana”. How Icelandic!
Fann þetta eftir smá ævintýri (komst að því að það er hotel inni á fríhafnarsvæðinu) og hvaða hvaða, sæti 4F, aldrei verið svona framarlega í flugvél!
Eftir að hafa ansi oft með SAS innan norðurlandanna hef ég ekki verið hryfinn af þessu Skandínavískasta fyrirtæki sem um getur. Enginn matur, og maður þarf að borga fyrir anskotas vatnið, háclassa airline my ass. En núna var annað upp á teningnum, ágættis samloka, 100 ml af vatni og meirisegja hægt að fá ávaxtasafa ef maður er kræfur.
Planið var að fara einn í gegnum Flughavn Frankfurt Main (því Icelandair sagði, “blindir ferðast ekki einnir”) en þar heimtaði starfsfólkið að hjálpa og fékk ég fylgd af ungum manni sem tjáði mér ýmislegt. Hann flutti til Frankfurt fyrir 2 mánuðum og þekkir ekki vel til, tók hann mjög langan tíma að fynna lestarstöðina sem er ekkert lítið áberandi. Hann spilar á trompet og fór deginum áður (þriðjud. 25.10) í fyrsta skiptið á hljómsveitaræfingu í tvö ár.
Konan í Service deckinu á lestarstöðinni lét mig síðan bíða í 45 mínútur á hörðum bekk þangað til gamal maður sem talaði bjagaða ensku með skemmtilegum þýskum hreim kom og fylgdi mér í lestina. Þar sat ég með japönskum ungmennum á ferðalagi (ekki mjög málgefið fólk).
En meðan ég hafði beðið á bekknum bar maður sig á tal við mig. Átti gott spjall við þjóðverjan, sem var að koma með flugi frá París og hafði farið í hringferð um Íslandí sumar. Konan hann elskar Ísland eftir þá lífsreynslu.
Í Karlsruhe var ástandið talið það hættulegt að þörf var talinn til að láta tvo brautarstarfsmenn fylgja mér milli lestarpalla. Hvorugur talaði þó ensku og ég tók fljótlega ákvörðun um að sleppa að reyna að segja eitthvað og vona bara að enda á réttum stað. Þeir skildu mig eftir í hálftíma á bekk einhverstaðar í stóri gamali lestarstöð. Og hef sjaldan verið jafn feginn að hitta einhverja aftur eins og þá tvo kuppána sem komu mér í Strasbourgarlestina.
Við komuna til Strasbourgar var ég ‘on my own’ en með að spyrja nokkrum sinnum til vegar komst ég á sporvagnastöðina. Bað þar tvo gaura sem voru við miðasöluvélina að aðstoða mig við að kaupa miða og endaði það með því að þeir fylgdu mér alla leiðinna. Þeir töluð reyndar litla sem enga ensku og í Strasbourg í djammferð.
Jæja þetta er ágætt bara…. En leiðinlegur texti!!!
9 Comments:
Gaman að lesa loksins nýtt blogg hjá þér Hjalti minn...;)
Alls ekkert leiðinlegt blogg!:) Gaman að lesa hvað þú ert að bralla;)
Æðilseg ferðasaga. Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt! Þú segir alltaf svo skemmtilega frá og lendir í svo mörgu skondnu :) Þú ert bara æði:) Bæjó Alla.
Þvílíkar undirtektir. Takk takk. Hvetur mann sko áfram!
hjalti, þú ert frábær!!! ;) híhí!! Gaman að heyra ferðasögur ;)
Oh já, það er satt hjá þér þetta með Burger Kingið! Oj oj oj :p
Really amazing! Useful information. All the best.
»
Very pretty design! Keep up the good work. Thanks.
»
Your are Excellent. And so is your site! Keep up the good work. Bookmarked.
»
Lähetä kommentti
<< Home