2004
Nú ætla að ég að feta í fótspor svo margra annarra og gera svona bloggsamantekt fyrir 2004. Veit að þetta er full seint fyrir slíkt og er aðallega gert fyrir mig sjálfan til að rifja upp!
Janúar
Ég byrjaði að blogga :D 19. janúar nánar tiltekið. Las Sjálfstætt fólk í Ísl 403. Eyjan flotta komið í eldhúsið mitt í enda mánaðarins.
Febrúar
Var með minna en 70% í mætingu og fékk aðvöru frá skólanum. Fékk þar að auki lægstu einkun sem ég hef fengið í prófi, 1,3 í Stærðfræði 303. Fór á hestamannabingó á Flúðum. Systir mín bakaði fyrir mig afmælisköku. Mokaði mig í gegnum hálfs metra skafl til að komast út í Afakofa. Sá síðustu LOTR myndina og fór á annað bingó! Byrjaði að æfa í World Class, Laugum. Síðan datt ég næstum niður stóra stigan í MH á söngvakeppninni :S Samdi ritgerð í heimspeki um lífið eftir dauðan og skrifaði grein í Moggann
Mars
Árshátíð MH.. á Sellfossi, braut borð! Fór á námskeið í Noregi, lét fara vel um mig á hrikkalega flottu sveitahóteli og kynnist fullt af fólki eins og Jutta Kivimäki!!!! Hestasleðaferð inn í skóginn í myrkri er líka ógleymanleg :D
Klikkaða sumarbústaðar-afmælisferðin okkar Sigrúnar, Dísu og Bryndísar var líka í mars.... tölum ekki meira um það!
Apríl
Þessi mánuður byrjaði á því að smábarn lagði mig í einelti á biðstofu! Virðist hafa haft mikið að gera af leiðinlegri pappírs- og skipulagsvinnu.
Varð virkilega hræddur við Dísu á leiðinni niðri í bæ eftir kosningarvöku NFMH, MH vann söngvakeppni FF, wwhhheee!
Fékk í mig straum frá vöflujárni þegar eldingu sló niður í húsið sem ég var í!! Já það er stuð í fjölskylduboðum hjá mér. Bölvaði greinilega Angel nokkuð mikið!
Fyrsta lambið fæddist í sveitinni! Og svo byrjuðum við Alissa saman og fórum skauta, humm humm... það var skrautlegt. Hafði ekki farið á skauta í 5 ár.
Maí
Próf!!! kláraði þau 12. maí. Sigrún hélt próflokapartý, yes fá orð um það. Hélt með Albaníu í Eoruvision.. "You make me feel, a little crazy...".
Fékk stuðning frá Mörtu í píanóprófinu, sem gegt vel!
Skrifaði svo rosalegast pistill sem ég hef samið hérna á bloggið... um sambönd og kynlíf, jeminn hvað ég hef verið eitthvað ?? !
Skipulagði sumarbúðir SUN fyrir sjónskert ungmenni af norðurlöndunum...
Júní
Hélt áfram að skipuleggja áðurnefnt, byrjaði í sumarvinnunni, Götuhernaðinum og í sumarskólanum upp í Háskóla. Svaf 3 tíma á dag til 20. júní og en minna síðustu vikuna.
Síðan fékk ég e-mail frá einhveri franskri stelpu um að senda vini hennar afmæliskort! Ég gerði það :þ
og.... fór í fyrstu töflubreytinguna fyrir haustönnina í MH!!!!!!! Fór með Sölva og Harry Potter 3 og við Alissa hættum saman.
21. júní hófust sumarbúðirnar sem ég var að stjórna. Þær gengu ótrúlega vel, þetta var ótrúlega erfitt en gefandi. Keypti 13 kassa af bjór í ríkinu fyrir þær, ójee. Síðustu dagana hætti ég að sofa og borða :/ 28. júní fylgdi ég fyrra hollinu á Leifstöð (smyglaði mér alla leið að gate 11 :D), var þá búinn að vaka í meira en 2 sólahringa... beið síðan 4 tíma eftir flugrútunni.. fór í vinnuna í 4 tíma og mæti síðan í lokapróf í sögu í sumarskólanum.
Þar að auki kynnist ég þarna Kaisu.
Júlí
Kom í DV, Birtu og Hjartslætti á ferð og flugi á S1. Semsagt að deyja úr egó!!!
Gleymdi næstum, líka íþróttafréttum á rúv og stöð 2.
Kepptum semsagt í vinnunni gegn stjörnuliði KSÍ og unnum 9-1, ég í marki! Þurfti sko Arnór Gudjonsen til að skora fram hjá mér.
Fékk Subway æði, kíkti á Landsmót hestamanna og í partý heima hjá Kristjáni.. tölum heldur ekki um það (reykti í fyrsta skiptíð síðan í 8. bekk, svei Hjalti)
Kaisu bauð mér svo til sín til Finnlands í hálfan mánuð :D:D:D:D:D
Það var svo gaman, fyrst almennilega sumarfríið mitt og kynntist svo mörgum.
Smakkaði finskar kjötbollur, heyrði núma núma núma jee lagið í fyrsta skiptið og fór í tívólí í fyrsta skiptið á ævinni. Svo gaman í Finnlandi.
Ágúst
Skólinn byrjaði aftur ef að hafa farið í heyskapinn í sveitinni. Kafnaði af vinnu í alskonar misskemmtilegum nefndum.
September
Fór ansi oft í bíó þennan mánuðinn og líka ekki sjaldan niðri bæ. Fór síðan aftur til Finnlands í viku. Núna með hreyfihömluðu krökkunum. Ótrúlega gaman og ég lærði margt um lífið og tilveruna. Var samt allan tíman leiður...
Keypti diskinn með Hanna Pakarinen :Þ
Október
Þessi mánuður byrjaður á því að ég var tekinn fyrir að reyna að brjótast inn í tölvukerfi Menntamálaráðuneytisins!
Góð vinkona mín hún Hjördís lést 2. október, hennar er sárt saknað. En það var ekkert stop á lífinu, varð brjálaður út í yfirstjórn MH. Dagur hvíta stafsins var 15. október og 10 metra langi stafurinn var settur upp, svo að enginn vaði í villu var hann mín hugmynd!! Ég er mjög montinn.
Svo varð ég Reykvíkingur í lok mánaðarins :( Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins komu í heimsókn og fyrrv. dómsmálaráðherra hjálpaði mér að klára að sópa.
Flúðapartýið í Strax :D
Frostspuni hjá LFMH, loksins fékk ég leikræna útrás.
Nóvember
Póllandsferðin okkar Mörtu og Sigrúnar. Ódeilanlega djamm ársins. Vinir hennar Mörtu eru snilld. Svo fór ég á annað EVS námskeið, núna í Finnlandi, það var gargandi snilld líka. Ekki fleiri heimildir um þennan mánuð.
Desember
Próf.. enginn komment. Mörg samkvæmi, LORT maraþon hjá Sölva, jólaföndur UngBlind og fyrirpartý hjá Sigrúnu. Já Jólaballið var frekkar nett bara...
Kynntist nýja besta vini mínum honum Eyrnalangi :)
Náði 4 einingum í MH, skreyti íbúðina mína.. það var gaman.
Myndabandið http://www.ny-ung.is/hressioryrkinn.mpeg var loksins tilbúið.
Jólinn á Flúðum, fyrsta jólin eftir að ALLIR í fjölskyldunni búa á svæðinu. Á gamlársdag fór ég svo með Lóu og Sigrúnu austur, stefnan sett á áramótaball á Hvollsvelli, Hangikjötsveisla á hangikjöts... 'svo kom 2005'.
2004 er lang besta og viðburðaríkasta ár í lífi mínu. Takk allir sem komu nálægt því á einn eða annan hátt. Besta breytinginn hjá mér persónulega.. fara að léttast aftur.. og það ekki lítið í sumar. Þrefalt húrra fyrir 2004.
6 Comments:
Ekki minnast a thad ad eg hafi yfirgefid ykkur a Islandi og haldid til Italiu i eitt ar... ;( Varst thu ekki annars i kvedjupartyinu minu?
EDDA
Her tell ég upp bara skemmtilega hluti ;) (með smá undantekninga)
Jú ég var þar, en hef greinilega ekki bloggað um það!!
Hallo I absolutely adore your site. You have beautiful graphics I have ever seen.
»
Nice idea with this site its better than most of the rubbish I come across.
»
Hallo I absolutely adore your site. You have beautiful graphics I have ever seen.
»
What a great site, how do you build such a cool site, its excellent.
»
Lähetä kommentti
<< Home