14. janúar
Dagar Íslands (Jónas Ragnasson):
1854
Leikritið Pak eftir Thomas Overskou var sýnt í Nýja klúbbnum í Reykjavík á fyrstu opinberu leiksýningu á Íslandi sem aðgöngumiðar voru seldir á. Miðar í sæti kostuðu 3 mörk en 2 mörk í "standandi pláss" og þótti dýrt.
1923
Ofsaveður var á útsunnan. Örfiriseyjagarðurinn í Reykjavík hrundi á 150 metra löngu svæði (gert var við hann um sumarið). Brimbrjótur á Hellissandi hrundi einnig i veðrinu. Tjón varð á bátum og 11 manns fórust.
1984
Páfi staðfesti helgi Þorláks biskups Þórhallssonar (f. 1133,d.1193) og viðurkenndi hann sem verndardýrling íslensku þjóðarinnar. Messur hans eru 20. júlí og 23. desember.
1992
Hiti á Dalatanga við Mjóafjörð var 18,8 stig sem mun vera mesti hiti sem mælst hefur í janúar.
Eins og fyrr segir úr bókinni Dagar Íslands, bls 18 og 19.
Og í sögu daganna kemur fram að í gær var Geisladagur (áttundi dagur frá þrettánda). Eitthvað í sambandi við Aust-rómversku kirkjuna og kemur til Íslands á 14. öld
Og fyrir 1700 hófst Þorri 9.-15. janúar
Áhugavert ???
3 Comments:
Great site loved it alot, will come back and visit again.
»
Greets to the webmaster of this wonderful site. Keep working. Thank you.
»
Hallo I absolutely adore your site. You have beautiful graphics I have ever seen.
»
Lähetä kommentti
<< Home