perjantaina, huhtikuuta 02, 2004

Er á lífi......

Ó já ég er hérna enþá, minnsta kosti í bili. Fyrirgeffði mér hvað ég er búinn að vera latur. Það mun nú ekki breytast í bráð því að netið heima hjá mér og verður það eitthvað í viðbót nema ég sé algjör tölvunörd og geti reddað því en það held ég að sé borinn von. Já, ég er sem sagt út í skóla og er búinn að vera það síðan 11 í morgun og er hér en kl. 5 og held að ég fari ekkert eða þá lítið heim áður en kosningarvakan byrjar hérna í skólanum á eftir. Það er sem betur fer komið páskafrí. Mér rétt tókst að klára íslenskuritgerðina og um páskana þarf ég að skrifa 3 heimspekiritgerðir, Lesa ALLT í Bókl af bók. Gera 2 greinar í árskýrslu Blindrafélagsins, gera fundargerð af 3 1/2 félagsfundi frá siðasliðnum miðvikudegi. Laga til heima hjá mér, þar er ólífanlegt eins og er. Fara á stjórnarfund hjá Ungblind og ræða og skipuleggja sumarbúðir SUN og fund vegna NSK ráðstefnu næsta vetur. Sækja um vinnu hjá Hinu Húsinu því að Hrunamannahreppur (nei hann er hvorki á aust- né vestfjörðum aularnir ykkar!) ákvað að borga launinn mín þó ég sé að vinna fyrir Reykjavíkurborg. Síðan þarf ég að fara heim í Skollagróf (svo að þið vitið hvað bærinn minn heitir) og tala við Flúðasveppi og Garðyrkjustöðina Jörfa og reyna að finna tíma til að fara austur að Skarði í Landsveit. Og ég er bara að byrja.....

VARÐ FYRIR EINELTI !!!!!

Allavegana í gær var ég að fara til læknis og var að býða eftir því. Þá kemur inn kona með tvær stelpur. Önnur um 10 ára og hinn ekki farinn að tala. Eftir smá stund fer litla stelpan að hlaupa út um allt. Svo kemur hún til mín og fer að babbla eitthvað við mig og lemja mig. Svo nær systir hennar í hana. Svo kemur hún aftur og lætur mig hafa kubb og fer svo og nær í fleiri, þetta gerir hún nokkrum sinnum og stendurs svio og babblar meira við mig og svo bað hún mig að geyma fyrir sig snuðið sitt. Þetta virkar kannski sakleisislegt en þetta er samt einelti.
Ekki veit ég líka af hverju lítill börn hænast að mér með þessi svörtu gleraugu. Og þetta er nú ekki í fyrsta skitið nú upp á síðkastið að eitthvað ókunnugt barn ræðst svona á mig

Sjáumst. Gleðilega páska,
Kær kveðja Hjalti