tiistaina, maaliskuuta 09, 2004

Núna gett ég formlega sagt að profaárum mínum sem lokið því ég fékk 1.3 á stærðfræðiprófinu á föstudaginn. Í grunnskóla fékk ég oft 9 og jafnvel 10 en nú er öldin önnur. Ég er líka farinn að spá í að segja mig úr áfanganum, Halla og Edda eru búnar að því og Salóme er búinn að vera lasinn ansi lengi, þannig að ég þurfti að sittja ein (með sérkennaranum) í hundleiðinlegum tvöföldum tíma áðan, þetta var alveg nógu leiðinlegt þegar maður hafði þó einhvern til að tala við.
Var út í Kringlu rétt áðan að ná í Kretitkortið mitt, núna get ég farið að eyða virkilega um efni fram, held að ég sleppi því samt :/ Þar á undan fór ég niður í Hitt Húsið að sækja flugmiðan minn til Noregs, brotför frá Keflavík kl. 7:35. Altaf jafnskemmtileg tímasetnign á þessum flugum. Við gistum á voða flottu sveitahóteli rétt fyrir utan Osló. Það verður svo þétt dagskrá alveg fram á sunnudag þegar ég kem aftur. En það er samt gaman að fara að gera eitthvað annað og kynnast nýjum hlutum og fólki. Fyrir utan það að vera á flottu hóteli ;) Jæja, ætli námsbækunar býði ekki, núna ætla ég að klára heimspekiritgerðina! Svo ætla ég að skela mér niður í Laugar.
Vona að þið hafið það gott í góða veðrinu.