sunnuntaina, maaliskuuta 14, 2004

Heim í heiðardalinn...

Mikið er gott að vera kominn heim. Það var samt mjög gaman en það er samt gott að vera kominn heim. Núna ætla ég að deila með ykkur ferðasögunni fyrst maður er með svona síðu á annað borð.
Var mætur upp í Leifstöð kl 6. Í fríhöfninni hitti ég nágrana mína úr sveitinni og þjálfarann minnúr Laugum þau voru öll á leið til Danmerkur. Vegna þess að ég var í rauninni ein var mér fylgt að gateinu og fór með áhöfninni um borð. Síðan komu samferðarfólk mitt sem ég hafði suma hitt einu sinni en suma aldrei. Ég er ekki mikið fyrir að fljúga, næstum því flughræddur svo mér leið ekki vel fyrstu 15. mínútunar því vélinn hristist og skafl, upp og niður, til hægri og vinstri, EKKI GAMAN. Þegar ég kom til Gardemoen (vonandi rétt skrifað) tók á móti mér kona frá SAS til að hjálpa mér að finna töskunar mínar og svona. Var búinn að vera svo sniðugur að settja band á þær svo það væri auðveldara.
Eftir að hafa setið í rúman klukkutíma komumst við til Hönefoss á ógeðslega stórt og flott hótel, ooooo hvað þetta var gaman. Síðan fór öll helginn í það að læra og ræða Youth verkefnið og hugsanleg sjálboðaliðsverkefni og ungmennaskipti. Þess á milli fengum við dýrindis mat. Á föstudagskvöldið var kvöldmaturinn í sal sem var innréttaður í víkingastíll og við fórum í strigapoka og settum hjálma með plasthornum á hausinn, jááámm frekkar spess! Og á laugardagskvöldið (í gær) var farið með okkur eftir kvöldmatinn lengra upp í hlíðirnar þar sem við fengum heitt kakó með rjóma og einhverju áfengu í og síðan sett í sleða, dregna að hestum með kyndlum á hliðunum. Við sátum á ull og með teppi. Svo var brunað inn í dimman, háan skóginn, þetta var hápunkturinn, það var eins og maður væri í sleða með Emil í Katholti á leið til Kirsuberjalundar!!? :) Svo fórum við bara heim, sem var líka gott, heima er best !
Þá tekur blákaldur raunveruleikinn við; ritgerðir, lestur, próf....