Það kom, takk Sigrún :)
Ég var að lesa það sem ég hef verið að 'pósta' hérna og tók eftir hvað ég hef verið að þreytta ykkur með sálarkreppu nöldrinu í mér. Það er líka eins gott að ég skrifaði ekkert í vikunni því hún fór mikið í svoleiðis en ég held að ég sé búinn í því ?
Allavega hef ég gert ýmislegt. Síðustu helgi fór ég heim í heiðardalinn og fór á þetta blessaða bingó. Þar hitta ég slatta að misskemmtilegu fólki þar á meðal nokkur fyrrverandi bekkjarsystkinni mín eins og Dóru sem ég hef ekki hitt nema einu sinni síðan við útskrifuðumst og Möggu sem ég reyndar var ný búinn að hitta. Ég verð aðeins að segja ykkur frá þeim. Dóra var úrvalsnemandi (prófaskítur) eins og ég (nörd, ég veit) og við vorum alltaf að rífast útaf stærðfræðidæmum, fallbeyingu á hestanöfnum, skipulagninug á fjáröflun, árshátíð og meirasegja á útskriftardaginn okkar rifumst við um hvort við ættum að vera í stafrófsröð eða ekki yfir allan salinn, samt var hún ein að þeim sem ég þekkti best í mínum árgangi! Hún Magga taldi sig vera norn (og kannski enþá, ekkert að því) og búinn að trúlofa sig, 17 ára, hvað liggur á!!!!! Þá er ég búinn að gefa ykkur smá innsýn hvernig líf mitt var á Flúðum, ég ætla að vona að ég hafi þroskast eitthvað smá síðan þá !
Svo bakaði systir mín fyrir mig afmælisköku á laugardeginum (betra seint en aldrei) en ég þurfti að moka ALLEIN 50 cm háan og 10 breiðan skafl til að komast að húsinu sem ég sef í þegar ég er fyrir austan, ekki spurja hvernig ég komst þaðan um morguninn. Áður en ég fór í bæinn fórum við út í Bisk. til að ná í hryssu sem synti yfir Hvítá í sumar í hestalátum og fannst í janúar.
Það gerðist svosum ekkert merkilegt í vikunni, bara þetta venjulega. Nenni alveg ekki að skrifa meira núna enda er ég búinn að skrifa fyrir þá sem hafa ekkert að gera frekkar langan texta um ekki neitt.
0 Comments:
Lähetä kommentti
<< Home